Goðasteinn - 01.09.2005, Page 179
Goðasteinn 2005
Látnir 2004
Ragnar Eyjólfsson frá Hvoltungu,
Austur-Eyj afj öl lum
Ragnar fæddist 4. júní 1910, foreldrum sínum í
Hvoltungu, hjónunum Eyjólfi Halldórssyni frá Borgar-
holti í Stokkseyrarhreppi og Torfhildi Guðnadóttur frá
Forsæti í Vestur-Landeyjum. Hann átti fimm systur og
eina hálfsystur og tvo uppeldisbræður, en eftirlifandi er
aðeins Friðrik Jörgensen uppeldisbróðir hans. Foreldrar
hans hófu búskap í gamla, fjölmenna Steinabænum
1895 en fluttu bæinn sinn 1904 upp í Steinabrekkur
undir svonefndu Hvolhrauni og nefndu bæinn eftir það Hvoltungu. Jörðin var lítil
og reyndi því á samhenta fjölskyldu að búa vel að litlu sem þau gerðu en
Torfhildur var sérstök húsmóðir sem var alltaf tilbúin til hjálpar, að bera um-
hyggju fyrir og hjúkra öðrum.
Ragnar fór á fermingarári að vinna heimilinu á vertíð í Vestmannaeyjum og var
upp frá því víða á vertíðum og einnig til sjós á bátum og togurum. 1932 keypti
hann sér vörubíl í Vestmannaeyjum og fékk hann fluttan til lands og hóf upp frá
því akstur með mjólk og vörur fyrir Eyfellinga við erfiðar aðstæður þess tíma og
var hann brautryðjandi í þessari þjónustu með einn fyrsta vörubílinn undir
Eyjafjöllum.
1938 kynntist hann eftirlifandi konu sinni, Sigríði Jósefsdóttur, frá Ormskoti
og hófu þau sinn búskap í Hvoltungu ári síðar með foreldrum hans, systrum og
uppeldisbræðrum. Nokkrum árum síðar byggði hann nýja burst við bæinn sem
nefndist „austurí“ þar sem hann bjó með konu sinni og börnunum sem fæddust,
Torfhildi Eyrúnu 1939, Einari Þór 1946 en hann var nýfæddur gefinn systur
Eyjólfs, Þóru, og manni hennar Einari Sigurðssyni í Vestmannaeyjum, og Gunnari
Jósef 1942. 1938 lést Eyjólfur og bjó þá Torfhildur með fóstursonum og dætrum
vesturí en Geir Tryggvason uppeldisbróðir hans tók síðan smátt og smátt við
búinu þar með fjölskyldu sinni.
Austurí bjó Ragnar með sinni fjölskyldu, virti fjöllin sín sem hann smalaði
með Bárði heitnum sem var allra fimastur og áræðnastur í fjöllunum en næst
honum kom Ragnar sem þekkti öll kennileiti fjallsins og leiðir til uppgöngu. Gott
var þau heim að sækja, fjölskylduna austurí, þar sem rósemi, friður og hlýja ríkti
með gagnkvæmri ást og virðingu hjónanna, Ragnars og Sigríðar.
1952 tók Geir við öllu búinu í Hvoltungu og fluttist þá Ragnar með fjölskyldu
sína til Reykjavíkur og stofnaði sitt heimili að Efstasundi 90 og hóf þá vinnu í
Stálsmiðjunni þar sem hann vann upp frá því til sjötíu og fimm ára aldurs og var
talinn þar sá sem alltaf var hægt að treysta á og trúa fyrir vandasömum viðfangs-
efnum. Sigríður vann einnig út í frá eftir að börnin voru komin til fullorðinsára en
-177-