Goðasteinn - 01.09.2005, Qupperneq 190
Látnir 2004
Goðasteinn 2005
Vafalaust hefur Þórir þurft að taka til hendinni á uppvaxtarárum sínum á
Sámsstöðum, enda mikið um að vera í sjálfri tilraunastöðinni með Klemenz við
stjómvölinn, athafnasaman áhugmann um hvers konar ræktunarnýjungar, m.a. í
korni sem hann þrautkannaði hvort unnt væri að koma á legg við íslenskar
aðstæður. En þrátt fyrir starfsannir gaf Þórir sér tíma til íþróttaiðkana af ýmsum
toga og má í þeim efnum geta þess að hann atti ósjaldan kappi við heimilis-
hundinn í hlaupagreinum. Þórir keppti á ýmsum frjálsíþróttamótum sem haldin
voru hér sunnanlands, m.a. á Þjórsártúni sem var einn helsti íþróttaleikvangur
þess tíma á Suðurlandi.
Það sem e.t.v. vakti mesta athygli manna í fari Þóris var nákvæmni hans, sér-
lyndi og stórbrotið minni. Hann mundi nánast allar tölur og gat þulið átakalaust
hlaupatíma manna, stökkhæðir og lengdir og hvað annað sem heyrði til talna þótt
áratugir liðu frá atburðunum. Hann hafði ávallt allar tölur á hreinu, jafnvel frá
löngu liðnum Ólympíuleikum, og ef hann var ekki viss, sem ekki kom oft fyrir,
tjáði hann sig ekki um málið fyrr en hann var búinn að glöggva sig á hinu sanna.
Hann var mikill áhugamaður um körfubolta og sat m.a. í stjórn Körfuknatt-
leikssambands Islands um tíma. Samferðarmenn hans af þeim vettvangi segja mér
að hann hafi eiginlega verið frumkvöðull í tölfræði körfuboltaleikja, skráði
nákvæmlega niður frammistöðu leikmanna, stigaskorun, villur, skotnýtingu,
fráköst o.fl., þannig að allar slíkar tölur voru borðleggjandi að þeim leikjum
loknum sem hann sótti. Við þetta bættist að rithönd hans var slík að helst minnti á
koparstungu þannig að menn þurftu ekki að geta sér til um hvað það var sem
Þórir skráði.
Að hefðbundinni barnaskólgöngu lokinni árið 1950 lá leið Þóris í Skógaskóla
undir Eyjafjöllum. Þar eignaðist hann marga góða vini sem hann hélt sambandi
við til æviloka. Frá Skógum hélt hann árið 1953 til náms við Menntaskólann að
Laugarvatni og lauk þaðan stúdentsprófi vorið 1957. Þar bast hann einnig tryggð-
arböndum við nokkra skólafélaga sína sem entust meðan hann lifði.
Þórir gerði nokkurt hlé á skólagöngu sinni til að afla sér tekna og var m.a. til
sjós og við fleiri störf. Hann hóf síðan nám við viðskiptadeild H.í. og lauk þaðan
prófi árið 1969. Mest allan sinn starfsferil vann hann hjá Fiskifélagi íslands við
almenn skrifstofustörf og síðar sem fulltrúi. Við stofnun Fiskistofu var
Fiskifélagið lagt niður í sinni fyrri mynd og starfsemi þess sett undir Fiskistofu
hvar Þórir vann til starfsloka á síðasta ári.
Þórir hafði gríðarlegan áhuga á jazztónlist og þeim tónlistarmönnum sem henni
tengdust og hana léku. Það má eiginlega segja það sama um þekkingu hans og
minni á því sviði og íþróttasviðinu - hann var hreinlega eins og gangandi
alfræðibók um jazz. Hann eignaðist marga góða vini af þeim vettvangi sem sjá
má og heyra hér í kirkjunni í dag en þess má geta að fyrstu kynni sín af jazzi og
túlkun hafði Verharður Linnett, sá landskunni jazzunnandi og útvarpsmaður, úr
-188-