Stjörnur - 01.02.1950, Síða 2

Stjörnur - 01.02.1950, Síða 2
★ Vandamál daglegs lffs ★ ERLEND BLÖÐ, cr líku hhitverki gegna og Stjörnur, birta að staðaldri fasta dálka um varidamál daglegs lífs, spurn- ingar og svör um einkamál, sem hlutað- eigendur óska eftir að fá umsögn óvil- hallra um, eða leita ráða hjá lífsreyndara fólki. Oftast er jrað form á þessu haft, að bréfritarar beina orðum sínum til ákveð- ins starfsmanns blaðsins, sem að sér tek- ur að svara, etr stundum eru bréfin eða kaflar tir beim birt athuga-semdalaust, cn lesendum blaðsins síðan gefið tæki- færi til að svara með stuttorðum pistli. Hugleiðingtr uin áhugaefni ungs fólks, er Stirnir og Áróra hafa ritað í Stjörnur að undanförnu, sent svar við bréfum, hafa verið mjög. vinsælar Nú ætlum við að birta hér á [icssari síðu að staðaldri slík bréf — annaðhvort innlend eða þýdd eftir því sem efni fellur til, og verður sú lilhögun á höfð, að öðru jöfnu. að birta í næsta hefti svör við bréfum þeirn, er prentuð eru í blaðinu á undan. Það skal tekið fvam. að við munum ganga svo frá innlendum bréfum, sem kaflar birtast úr, að engin hætta sé á að kunn- ug'ir geti áttað sig á því um hvaða fólk sé að ræða. Vonum við að þessir dálkar verði vinsælir og mörguin til íhugunar og gagns — ekki aðeins þeim sem hlut eiga að rnáli hverju sinni, heldur öllum sem reyna að setja sig í annarra spor og gera sér far um að skilja þeirra viðfangsefni og vandamál. \róra annast ritstjórn þess- arra dálka, og mun hún og Stirnir segja sitt álit, þegar beim þykir sérstök ástæða til. ★ „Ég ER SJÓMAÐUR, 33 ára að aklri. Ég hef ör í andliti eftir slys er ég varð fyrir á hafi úti fyrir nokkrttm árum. Ekki er það þó svo áberandi eða ógeðs- legt, að það geti óprýtt mig svo að telj- andi sé. Ég held ég sé hvorki Ijótur né Iaglegur, en kannski hefur harðneskju- Uf í misjöfnum veðrum gert mig hold- skarpari og Itörundsdekkri en jrá pilta, sem í landi vinna. Ég er nokkuð hár vexti, dansa og hef dálitla söngrödd, ég reyki og smakt.a áfengi, en ntjög í hófi. Félagar rnínir segja að ég sé bezti strák- ur, ég er full.komlega hlutgengur háseti. Nú vildi ég gjarna hætta á sjónum og fá mér vinnu i landi. En einu kvíði ég fyrir: að ég V'.rði einntana. Mig langar til að kynnast srúlku, sem skilttr ntig og getur gert mig hamingjusaman. Ég hcf sparað samn fí til jiess að geta stofnað heimili, en enu hef ég ekki fundið neina stúlku, sem mér hefur bæði litist á og getað talið mér trú ttm að mér þýddi nokkttð að reyna að vinna. Ég sé að öðru hvoru birtast auglýsingar í blöounum, þar sem metitt óska eftir jrví að kvnnast stúlkum. Getur einmana maður eins og ég — cn sem ekki vill vamm sitt. vita í neinu — farið J>á leið? — Og væru ltkindi til [tess að góð og myndarlcg stúlka svaraði slikri ttuglýsingu? — Einmana sæfari. VONUM að lesendur blaðsins segi sitt álit og geti eefið sjómanninum góð táð. í næsta hefti birtttm við svör. Þá tnun og ung stúlka, sem er of „umsvermuð“ segja raunir sínar. Mörg eru vandamálin. ☆☆☆*☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆ Óskamyndin: Janet Blair. 2 STJÖKNUU

x

Stjörnur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.