Stjörnur - 01.02.1950, Side 6

Stjörnur - 01.02.1950, Side 6
Iktm ^eridfliY fer í mál við Metro. ANN SHERIDAN, þaff er nú kerling sem segir sex. Það hefur hún sannað áþreyfanlega, nú fyr- ir skömmu. Hún hefur nefnilega farið í skaðabótamál við RKO- kvikmyndafélagið og vill láta dæma sér 350.000 dollara, sem hún telur sig hafa tapað, vegna brigðmæla frá hendi kvikmynda- félagsins. Ann er samningsbundin RKO, en þannig, að aðaltekjur sínar hlýtur hún fyrir hverja einstaka mynd sem hún leikur í, föstu launin eru tiltölulega lág á stjörnu mælikvarða, eiginlega aðeins nokkurskonar trygging. Hún segir að félagið hafi boðið sér aðalhlutverkið í myndinni „Corriage Entrance11, þar sem Robert Young átti að leika á móti henni. En þegar til kom kærði Robert sig ekki um hlutverkið og var þá stungið upp á öðrum í hans stað, komu fimm leikarar eink- um til tals, og meðal þeirra Robert Mitchum. Ann Sheridan kveðst fyrir sitt leyti hafa fallizt á þessa breytingu, enda þótt í samningn- um við sig hafi svo verið ákveðið, að hún léki á móti Robert Young. En nú brást félagið svo við þessu, að það valdi Robert Mitc- hum og Ava Gardner í aðalhlut- verkin og braut þar með gerðan samning við Ann Sheridan, að því hún telur. Samkvæmt samningi átti Ann að fá 150.000 dollara fyrir leikinn, sem gert var ráð fyrir að yrði fjögurra mánaða vinna. Auk þess átti hún að fá 10% af nettótekj- um félagsins af myndinni, og það áætlar hún að myndi hafa orðið a. m. k. 200.U00 doilarar. Þess- vegna krefst hún, eins og áður er sagt, 350.000 dollara í skaðabæt- ur. Líkindi eru til að sættir verði í málinu og Ann Sheridan fái í sárabætur annað gott hlutverk, en hætt er við að hún verði ekki ellidauð í þessari vist, því kvik- myndaherrunum er ekki um það gefið að staðið sé upp í hárinu á þeim. 6 STJÖRN'UR

x

Stjörnur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.