Stjörnur - 01.02.1950, Síða 34

Stjörnur - 01.02.1950, Síða 34
Vanessa Brown og Richard Ney i nýrri rnynd Secoret of st. Ives arar og miklir „sálfræðingar.“ Það eru takmök fyrir því sem ung stúlka lætur telja sér trú um. Þeir verða að fara nákvæmlega jafnlangt og fært er, hvorki styttra né lengra. Fallegar stúlk- ur með sæmilega söngrödd fá auð- vitað tækifæri til þess að dansa og syngja opinberlega, og ekkert er sjálfsagðara en að kalla á kvik- myndatökumann og stjörnuupp- götvara, sem taka „prófmyndir“ og gefa góðar vonir. Það er auðvitað fastur siður að ein stúlknanna eða fleiri opinberi trúlofun sína með einhverjum herranum ,og öll hersingin tekur þátt í gleðinni, enda eru slík til- efni ekki látin hjá líða án sér- stakrar veizlu og dýrra festar- gjafa. Og allar dreyma stúlkurnar um að vera í sporum hinnar trú- lofuðu. Ef það tekst ekki í þetta sinn, hví skyldi það ekki geta orðið að ári? Og því er heitið að greiða næsta ár einn dollar viku- lega svo ævintýrið geti endurtek- ið sig. Hitt gruna fæstar stúlkurn- ar, að það eru alltaf þær sömu, sem trúlofast, viku eftir viku, og að þeim er borgað fyrir það. Þær eru fastráðnar hjá fyrirtækinu eins og gerfistjörnurnar. Nýlega réðist verkamannablað á þetta fyrirtæki og fletti ofan af svindlinu. Það vakti auðvitað feikna athygli, en það varð blað- inu dýrt. Fyrirtækið fór í skaða- bótamál og vann það. Svo er haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist. Björg: Hvað vildirðu gefa fyr- ir að hafa eins fallegt hár og ég? Elín: Ég veit ekki. Hvað gafst þú fyrir það? ★ Maður kom þjótandi inn á lög- reglustöðina og vildi láta taka sig fastan, sagðist hafa slegið konu sína með eldskörungnum. „Dráp- uð þér hana?“ spurði lögreglu- þjónninn, sem hann hitti. „Nei,“ svaraði maðurinn, „þess vegna kom ég hingað.“ 34 STJÖRNUR

x

Stjörnur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.