Stjörnur - 01.02.1950, Page 41
MARTHA
IVERS
eftir Fran\ Stenman
% *
AÐALHLUTVERK: V
* *
^ Martha Ivers .... Barbara Stanwyck #
^ Sam Masterton ... Van Heflin V
^ Toni Marachek ... Lizabeth Scott ^
jj. Walter O’Neil . Kirk Douglas ^
FIMMTI KAÍT.I
— Má bjóða yður eitt glas, sagði Walter og gekk að skenkiborðinu
sínu. McCarthy þakkaði. Og svo segið þér fréttirnar.
Leynilögreglumaðurinn dreypti á víninu. — Það er ekki margt til
frásagnar um heimsókn hans hingað til borgarinnar að þessu sinni,
sagði hann. En eftir nokkrar klukkustundir mun okkur hafa borizt
skýrslur víðsvegar að, og þá getið þér fengið að vita allt um feril
hans frá ári til árs, eftir því sem unnt er.
— En hvað haldið þér sjálfur um manninn?
— Að þetta sé svindlari, sem allra meðala neytir til þess að koma
áformum sínum í framkvæmd. Eftir því sem mér hefur tekizt að
grafa upp er hann annað slagið öreigi en hitt forríkur maður. Lög-
reglan hefur gert sér allt far um að komast á snoðir um hvernig í
þessu liggur, en hingað til hefur það ekki tekizt. Hann hefur nokkr-
um sinnum verið handtekinn og setið í varðhaldi, en forsendur til
dóms hafa alltaf brostið. Hann var í hernum og hefur afbragðs her-
þ j ónustuskilr íki.
— Og hvað er að bílnum?
— Vatnskassinn hefur klessts saman við áreksturinn.
— Hvað er lengi verið að gera við það?
McCarthy hikaði við svarið. — Það var hringt til viðgerðar-
STJÖRNUR 41