Stjörnur - 01.02.1950, Síða 42

Stjörnur - 01.02.1950, Síða 42
mannsins á meðan ég var staddur þar, og sagt að haxm þyrfti ekki að hraða sér með að gera bílinn ferðafæran. Það var kona, sem hringdi. — Og komust þér ekki að því hver hún var? — Jú, svaraði McCarthy. Það var frú O’Neil. Varir saksóknarans kipruðust saman. Jæja, svo Martha vildi ekki að Sam færi úr borginni. — Þakka yður fyrir. Hafið vakandi auga á þessu. McCarthy kvaddi. Walther lagði frá sér glasið. Hvað meinti Martha með þessu tiltæki? Við hann hafði hún sagt: Sjáðu um að stúlkan verði látin laus, og þá mun Sam halda sína leið. — Og svo kemur hún í veg fyrir það að hann geti farið. Saksóknarinn bað um samband við kvennadeil aðalfangelsinsins. Hann fól forstöðukonunni að sjá um að fröken Marachek yrði stefnt til fundar við hann. Og um leið hringdi Sam. Hann spurðist frétta um mál stúlkunn- ar. Walther var hin blíðasti á manninn: — Hún verður látin laus um átta leytið, sagði hann, ef ekkert sér- stakt kemur fyyrir. Máttu verra að því að líta við hjá mér áður en þú ferð? — Því miður, svaraði Sam. Vagninn minn á 'að verða tilbúinn um það leyti, og þá held ég strax af stað, ef ég get tekið ungu stúlkuna með mér. Þakka þér kærlega fyrir boðið og alla hjálpina. Ég bið að heilsa Mörthu. Var honum alvara með kurteisi sína og vingjarnleik? Var hægt að merkja nokkra illhvittni í síðustu orðunum? Walther vissi það ekki. Skömmu fyrir kl. átta var fröken Marachek vísað inn í skrifstofu saksóknarans. í fylgd með henni var McCarthy. Walther varð hálf undrandi. Hann hafði gert sér í hugarlund að hún væri fullorðins- legri og heimskonulegri. Hann hafði vandlega kynnt sér alla mála- vexti, hana varðandi, og þó fannst honum nú sem þessi unga stúlka væri stórt, saklaust barn. — Fáið yður sæti, sagði hann stuttaralega. Hann horfði á hana. Sjálfsagt var hún hrifin af Sam. En yfir henni vofði fimm ára fangelsisdómur. Myndi hún ekki meta frelsið meir en augnabliks ást, er hún hafði fest á þessum ókunna ævintýramanni? 42 STJÖRNUR

x

Stjörnur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.