Stjörnur - 01.02.1950, Síða 44

Stjörnur - 01.02.1950, Síða 44
Walther var lífsreyndur maður og vissi að hann hafði góð spil á höndum. — Þér hafið farið kjánalega að ráði yðar, hóf saksóknarinn mál sitt. Samkvæmt lögum ber að taka hart á því, ef skilorðsbundnum dómi er ekki fylgt. — Hvað er það, sem lögin taka ekki hart á? spurði stúlkan með kaldhæðni í röddinni. — Eins og þér sjálfsagt skiljið ber nú að fullnægja dóminum um fimm ára fangelsisvist. Eða hafið þér nokkurn áhuga fyrir því að losna við það? — Losna við það? Hvað eigið þér við? spurði stúlkan undrandi. — Það gæti skeð að hægt væri að koma því svo fyrir, að yður væri sleppt. — Með vissu skilyrði, svaraði saksóknarinn jafn alvarlegur. Stúlkunni varð orðfátt. Þetta kom henni svo á óvart. Hún hugs- aði. Ég vil allt til þess vinna að komast hjá því að sitja í fangelsi í fimm hræðileg ár. Þessar fáu stundir, sem hún hafði verið í haldi í dag, höfðu verið henni sem heil eilífð. — Hvað viljið þið að ég geri? stundi hún upp. Walther leit sigri hrósandi til McCarthy. Sam beið hennar fyrir utan dyrnar. Hún sá hann ekki, eða lét sem hún tæki ekki eftir honum. — Toní, kallaði hann. Hún kipptist til, er hún heyrði rödd hans, eins og hún hefði kennt sársauka. En hún leit ekki við. Hún hélt leið sína áfram. En í sama vetfangi var hann við hlið hennar og stöðvaði hana. — Toní! — Gott kvöld, Sam, svaraði hún. En það var eins og hún forðaðist að horfast í augu við hann. Fyrir örskammri stundu hafði hún sagt við sjálfa sig, að hún gæti gert hvað sem af sér yrði krafizt, bara að hún fengi frelsi sitt á ný. En henni hafði ekki hugkvæmst það, að hún yrði að ganga í lið með óvinum Sams. Hún vissi að samvistarstundum þeirra var lokið. Að- eins tvær klukkustundir gátu þau verið saman. Síðan myndu þau aldrei sjást aftur. Hann myndi aldrei vilja sjá hana framar, hann myndi hata hana, fyrirlíta hana. Sam greip ferðatöskuna hennar. Hvernig stóð á þessari breytingu stúlkunnar? 44 STJÖRNUR

x

Stjörnur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.