Goðasteinn - 01.09.2022, Page 10
8
Þórður séra Halldóri Gunnarssyni, fyrrum presti í Holti, sem annaðist athöfn-
ina, að flytja kveðjuorð sín til vina og vandamanna að leiðarlokum. Hér á eftir
birtist þessi hinsta kveðja Þórðar í Skógum.
Kveðja að leiðarlokum.
Góðu vinir!
Það er eindregin ósk mín að engin hefðbundin ræða verði flutt við útför
mína, en fram skulu bornar góðar óskir og þakkarkveðjur til þeirra mörgu sem
létt hafa mér lífsferil og fegrað. Þar ber að vonum hæst föður og móður, góð
systkini og gamla fólkið heima í Vallnatúni sem gaf mér mikilsverða hlutdeild
í menningu löngu liðins tíma. Guðrún Tómasdóttir og Magnús Tómasson hafa
leitt líf mitt fram um áratugi og gert mér kleift að þjóna áhugamálum mínum.
Vildarvist átti ég á heimilum bróður míns og systur í Reykjavík þá tíma sem ég
var þar að starfi í Þjóðminjasafni.
Ungur gekk ég kirkju á hönd og í kirkju verður gengið á kveðjustund. Kirkj-
an var í heiðri höfð á messudögum. Fótgangandi fórum við til kirkju. Fossáll
neðan Klapparhlíðar var vaðinn og gengið um Klappargötuna hjá Moldnúpi,
eða þá fetuð Prestsgatan í hlíðarbrún og farið um Fosslæk á göngubrú, fremst í
heiði. Kynjaskipting var þá enn í kirkju, karlar sátu sunnanmegin, konur norð-
anmegin, strákalýður á lofti. Að norðanverðu í kór stóðu konur og karlar er hér
var komið, og sungu af hjartans lyst margraddað, organistinn Einar Sigurðsson
í Varmahlíð, frændi minn, hafði æft söngfólk í röddum og bassi og tenór karla
hljómuðu vel við tærar og fagrar kvennaraddir. Gott var að koma í kirkjukaffið
hjá Þorbjörgu Bjarnadóttur og síðar Björgu Jónsdóttur og hlýða á mál manna.
Í heimleið var viðstaða hjá vinafólki í Skálakoti eða hjá frændfólki í Moldnúpi.
Heiði og birta er yfir minningum. Síðar tengdist ég með ábyrgð kirkjustarfi. Ég
minnist í mikilli þökk söngfólksins sem studdi mig í 12 ár við messuhaldið í
Skálakirkju og leiddi þar menningarstarf sem nú er niður fallið. Illu heilli. Með
sama hætti minnist ég söngvinanna sem með mér leiddu sama dýrmæta starfið
í Eyvindarhólakirkju um 36 ár. Ég minnist sóknarprestanna af hlýjum og þakk-
látum hug. Í björtu ljósi sé ég fyrir mér skírnarföður minn, sr. Jakob Ó. Lár-
usson, þar sem hann stóð skrýddur fyrir altari og söng sálma í messu skýrum
og fögrum rómi. Ég minnist sr. Jóns M. Guðjónssonar, sem átti góðan þátt í að
beina mér á braut fræðslu og þekkingar, ég minnist sr. Sigurðar Einarssonar og
sr. Halldórs Gunnarssonar, sem ég starfaði með í 48 ár, mér til mikils ávinn-
ings andlega séð. Mikil menning fólst í umgengni við ómetanlegan þjóðararf í
sálmum og sönglist.
Goðasteinn 2022