Goðasteinn - 01.09.2022, Blaðsíða 12
liðin mælgi undir útvarpsmessum og vitundin um mátt guðs var glaðvakandi
dag hvern. Hann hófst jafnan á því að ganga undir bert loft, snúa sér í austurátt
og signa sig.
Kvöldbænir og morgunbænir lærðum við systkinin af móður okkar og gott
var hverjum og einum að fela sig guði á vald í önnum dagsins. Gömul kona í
Holtshverfi kenndi mér pápíska bæn, langa og efnisríka, alls 31 ljóðlína, trúar-
játning einföld og látlaus. Ég þuldi hana oft yfir gestum Skógakirkju og, vel á
minnst, það var ein lífsgleði mín að sjá kirkju rísa að nýju á ættarsetri föður
míns í Skógum.
Menning heimilis og sveitar gerði mig úr garði. Mér er það hugstætt að hafa
heyrt föður minn syngja gömlu Passíusálmalögin með sama hætti og gert hafði
verið í Varmahlíð, æskuheimili hans, í tíð fjögurra kynslóða. Menningin átti
sér djúpar heimarætur og svo var um alla heimabyggð. Hún hefur til mestra
muna farið forgörðum. Ný menning hefur rutt sér til rúms. Kirkja og kirkjulíf
er rétt svipur hjá sjón miðað við það er áður var.
„Ákvörðuð mín og mæld er stund – mitt líf stendur í þinni hönd,“ orti sr.
Hallgrímur Pétursson. Allra okkar bíður það að hverfa af sviðinu. „Kynslóðir
koma, kynslóðir fara.“ Ég hefi staðið yfir moldum margra og leitt söng við
margar útfarir. Við eigum fagra, grípandi útfararsálma í Sálmabók okkar, búna
huggun og trúarvissu inn til eilífðarinnar, studda ljúfum lögum í kóralbók kirkj-
unnar, sterk boðun um eilíft líf í dýrð Drottins. Þetta var alþjóðareign framan
af æfi minni. Hver er staðan í dag? Ég hef safnað sálmaskrám frá jarðarförum
um mörg ár. Sú breyting er á þeim orðin að áberandi uppistaða efnis er ljóð
og lög í góðu samræmi við það sem sjá mátti í Íslensku söngvasafni Sigfúsar
Einarssonar, sem nú er fyrir borð borið, illu heilli. Kirkjan hefur hér komið til
móts við tískusveiflu sem virðist hafa fangað fjöldann. Boðun og viðurkenning
meistarans mikla frá Nasaret virðist nú um margt eiga undir högg að sækja hjá
þjóð minni. Óhögguð standa orð hans: „Komið til mín allir þér sem erfiðið og
þunga eruð hlaðnir,“ og „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið.“
Mér var kennt það ungum að þakka fyrir það sem mér var gott gert. For-
sjónin gaf mér það hlutverk sem hefur verið hamingja mín í lífinu, að halda
til haga menningararfi Rangæinga og Skaftfellinga í munum og mæltu máli.
Skógasafn og prentaðar bækur vitna um árangur verka. Margir hafa stutt mig
í starfi og veitt því viðurkenningu og uppörvun. Ber þar hæst Háskóla Íslands.
Ég vil minnast í heilshugar þökk nýlega horfins vinar og velunnara, Jóns Rafn-
ar Hjálmarssonar fyrrum skólastjóra. Fyrir atbeina hans fluttum við, ég og fjöl-
skylda mín, að Skógum og við stóðum saman að útgáfustarfi í 25 ár. Af því
Goðasteinn 2022
10