Goðasteinn - 01.09.2022, Page 16
14
Goðasteinn 2022
Reykjavík, sem er breiðfirskrar ættar. Hlynur nam bifreiðasmíði við Iðnskólann
í Reykjavík en árið 1992 flutti hann aftur í Hvolsvöll og starfaði fram til 1996
sem bifreiðastjóri hjá Austurleið.
Í febrúar árið 1996 flutti Hlynur ásamt Guðlaugu konu sinni að Voðmúlastöðum
í Austur-Landeyjum til að taka við búi foreldra hennar, þeirra Guðlaugs Jóns-
sonar frá Norðurhjáleigu í Álftaveri og Sæbjargar Tyrfingsdóttur frá Lækjartúni
í Ásahreppi. Á Voðmúlastöðum bjuggu þau þangað til í sumar, eða í tuttugu og
sex ár, en þau fluttu síðsumars aftur í Hvolsvöll. Hlynur og Guðlaug eiga þrjú
börn, elstur er Valtýr Freyr, en hann nemur efnafræði í Lundi í Svíþjóð og á tvo
drengi, þá Fannar Leó og Elvar Yngva, með konu sinni Gunnhildi Ósk Guð-
mundsdóttur. Næst er Brynja Sif sem er í kennaranámi og vinnur í leikskóla.
Hún býr á Selfossi og er gift Bjarka Bárðarsyni og á með honum tvö börn, þau
Birki Heiðar og Heklu Maríu. Yngst er svo Sæbjörg Eva sem stundar tónlistar-
nám í Listaháskóla Íslands.
Tónlistin vindur upp á sig
Hlynur hefur á síðustu árum getið sér gott orð fyrir tónlistarflutning sinn og þá
oftar en ekki í félagi við dætur sínar, þær Brynju Sif og Sæbjörgu Evu.
Tónlistin hefur ætíð kraumað í blóðinu hjá Hlyni. Hann var í tónlistarskóla
sem unglingur, lærði þar á hljómborð, og var sem ungur maður í gítarnámi
hjá Birni Þórarinssyni (Bassa í Mánum), auk þess að taka stutt gítarnámskeið
hjá Þórði Árnasyni Stuð-
manni. Að stærstum
hluta er Hlynur þó sjálf-
menntaður á gítarinn.
Nokkra söngtíma tók
hann til að læra að beita
röddinni hjá Sigurveigu
Hjaltested, sem um tíma
kenndi við Tónlistarskóla
Rangæinga.
Hlynur hefur lengi sung-
ið í Karlakór Rangæinga
og er jafnframt félagi
í sönghópnum Öðling-
Stofutónleikar á Facebook. Fjóra slíka tónleika héldu
Hlynur og dætur hans í Kóvídinu.