Goðasteinn - 01.09.2022, Side 30
28
Goðasteinn 2022
Hallvarðs saga er að vísu helgisaga en stíllinn á upphafi hennar er svo ólíkur
því sem almennt gerist og gengur í þeirri bókmenntagrein að lesandanum kem-
ur umsvifalaust önnur saga í hug:
Maður er nefndur Vébjörn. Hann bjó í Hlíðum á Vestfold í Vík austur á bæ
þeim er heitir Húsabær. Hann átti konu þá er Þórný hét. Segja sumir menn
hana verið hafa dóttur, en sumir dótturdóttur, Guðbrands kúlu, hersis á Upp-
löndum. Hann var faðir Ástu, móður ins helga Ólafs konungs og Haralds
konungs Sigurðarsonar. Þau Vébjörn áttu tvo sonu. Hét annar Hallvarður en
annar Ormur. Vébjörn var vinsæll maður og auðigur. Annar maður bjó þaðan
skammt í brott er Kolbjörn hét, þar heitir á Velli sem hann bjó.8
Þetta er ekki hinn venjulegi 14. aldar helgisagnastíll, málskrúðugur, mærð-
arfullur og upphafinn. Satt best að segja minnir þetta stutta brot úr Hallvarðs
sögu einna helst á upphaf Brennu-Njáls sögu, án þess að það verði rökstutt hér
nánar með stílfræðilegum og tölfræðilegum útreikningum sem ljóst má vera að
ekki er hægt að beita vegna þess hve stuttur textinn er.
Reyndar er til önnur saga þar sem upphafið ber keim af Njálu, einkum þó
frásagnarhátturinn, en það er Droplaugarsona saga.9 Báðar eiga það sammerkt
að koma fyrst með upplýsingar um sögupersónur („[NN] hét maður er kallaður
var [X]“) en greina svo frá tilteknu atviki („Það var einn dag ...“, „Það var einu
hverju sinni ...“) sem síðan er sviðssett í samtalsformi og eiga konur í hlut í
báðum tilvikum, Arneiður í Droplaugarsona sögu en Hallgerður í Brennu-Njáls
sögu. Ekki nóg með það, heldur leggur hárið á Arneiði land undir fót eins og
flökkuhugtak í póstmódernískum fræðum („hárið mikið og fagurt og fór vel“)
og tekur sér bólfestu á kollinum á Gunnari á Hlíðarenda („hárið mikið, gult, og
fór vel“). Það er ekki nema von að fræðimenn og fræðikonur hafi gert sér nokk-
urn mat úr kynusla í Njáls sögu fyrst Gunnar á Hlíðarenda hefur upphaflega
heitið Arneiður Ásbjörnsdóttir!10
Þriðja dæmið um mögulega hliðstæðu við meintan Njálustíl sem hér skal
nefnt er að finna meðal Eddukvæða, nánar tiltekið í formálum sumra kvæðanna.
Ef við leggjum við hlustir má gera sér í hugarlund formála Völundarkviðu les-
inn í útvarpi, til dæmis af Einari Ólafi Sveinssyni, þeim manni sem lengi vel var
rödd höfundar Brennu-Njáls sögu í nútímanum:
... Bræður voru þrír, synir Finnakonungs. Hét einn Slagfiður, annar Egill,
þriðji Völundur. Þeir skriðu og veiddu dýr. Þeir komu í Úlfdali og gerðu sér
þar hús. Þar er vatn er heitir Úlfsjár. Snemma um morgun fundu þeir á vatns-