Goðasteinn - 01.09.2022, Page 37
35
Goðasteinn 2022
timburreykháfarnir, lágar dyrnar og gluggarnir, sem varla sáust, sem gáfu til
kynna að þetta væru mannabústaðir. ...
Fari maður inn í slíkt kotbýli veit maður varla hvort er daunillara, reykj-
arbrælan í göngunum eða fnykurinn í vistarverunum af líkömum svo margs
fólks. Ég held að sá hræðilegi húðsúkdómur, sem algengur er á Íslandi og
nefnist holdsveiki, sé frekar þessum dæmalausa sóðaskap að kenna en lofts-
laginu eða næringunni. (36–38)3
Ida afþakkar gistingu í Hafnarfirði og heldur strax til Reykjavíkur eftir að hafa
þegið veitingar hjá Knudtzon en henni er sagt að hún verði að fá leiðsögumann
yfir vegleysur og hættulegar hraungjár á leiðinni til höfuðstaðarins. Það verður
hin þekkta kjarnorkukona Þuríður Einarsdóttur (1777–1863), sem ævinlega er
kölluð formaður, en hún bjó í Hafnarfirði árin 1840–47 og er þarna komin undir
sjötugt og hafði Ida orð á því að hún undraðist hve hratt og örugglega Þuríður
gekk á undan hesti hennar. Það er athyglisvert að kaupmaðurinn skuli hafa
útvegað konu sem leiðsögumann fyrir þessa undarlegu erlendu konu sem ferð-
aðist ein. Ida heillaðist af Þuríði og hefur ef til vill gert sér grein fyrir því að þær
tvær ættu ýmislegt sameiginlegt.
Í þessari ferð kynntist ég einum merkilegasta forngrip Íslands og er vel þess
virði að segja frá honum í nokkrum orðum. Þetta er kona. Hún er orðin
sjötug en lítur út eins og hún væri um fimmtugt, hún er ljósskolhærð með
þykkt liðað hár og klæðist karlmannsfötum. Hún tekur að sér allar mik-
ilvægustu og erfiðustu sendiferðirnar. Hún beitir árunum eins vel og örugg-
lega og vanir sjómenn. Hún leysir öll verkefni fljótar og betur en karlarnir
því að á ferðum sínum á hún ekki í eins nánum samskiptum við brennivíns-
flöskuna og þeir. (39–41)
Í Reykjavík gistir Ida hjá Bernhöft bakara og fjölskyldu hans og hælir hún þeim
á hvert reipi fyrir greiðvikni og elskulegheit, ólíkt flestum öðrum betri borgurum
bæjarins. Henni þykir þó mataræðið einhæft, fiskur með ediki og bræddu smjöri
flesta daga. Saknar þess að fá ekki nautakjötssúpu með beikoni og grænmeti eins
og heima. Þó sagði hún matinn lagast með sumarkomunni (60):
Þá fengum við mikið af prýðilegum laxi, stundum lambasteik og einstöku
sinnum fugl, hrossagaukurinn er sérstaklega gómsætur á þessum tíma.
3 Tilvitnanir eru sóttar í þýðingu Guðmundar J. Guðmundssonar, Íslandsferð Idu Pfeiffer
1845.