Goðasteinn - 01.09.2022, Síða 44
42
Goðasteinn 2022
en karlar skrifandi. Einnig þótti henni athyglisvert hve fljótir þeir væru að læra,
tók sem dæmi að þegar hún dró fram landakort sín þá hefðu þeir strax áttað sig
á notagildi þeirra. Merkilegast fannst henni þó að lestrar- og skriftarkunnáttan
væri öll heimafengin, feður kenndu börnum sínum – hún nefnir ekki mæðurnar.
Hún segir Íslendinga lata og því séu þeir svo fátækir. Hún bendir á að til dæmis
væri hægt að þurrka mýrar með skurðum og þá fengju þeir mikið og gott hey
af þeim, en þeir sætti sig bara við það sem náttúran færi þeim, án fyrirhafnar
og Ida segir að það mætti breyta miklu hér á landi með því að flytja inn nokkra
þýska bændur. Hún miðlar margs konar upplýsingum um land og þjóð og það
hefði verið skemmtilegt að fá að sjá í þessari þýðingu allan þann tölulega fróð-
leik sem hún tekur saman í lok bókar sinnar um þjóðarhag, t.d. yfirlit yfir laun
embættismanna og skrá yfir plöntur og skordýr sem hún safnaði.
Ida er yfir sig hrifin af landslagi og náttúru Íslands og lýsir því sem fyrir
augu ber, oft af mikilli hrifningu eins og dæmin hér að framan sýna, og þótt
hún sé stundum neikvæð í umfjöllun sinni um Ísland og Íslendinga má líka
finna margt sem hún segir á jákvæðum nótum. Þegar hún hefur talað um hryll-
ing holdsveikinnar, sóðaskap og fátækt, getur hún ekki annað en dáðst að und-
urfögru barni sem hún hitti í Borgarfirði:
... engilshöfuð sem ég sá í Kalmanstungu. Það var stúlka, tíu til tólf ára, svo
ólýsanlega þokkafull og fögur að mér þótti verst að vera ekki málari. Þetta
blíða andlit með spékoppa og tjáningarrík augu hefði ég gjarnan viljað taka
með mér á mínar heimaslóðir á striga. (124)
Ida segist í neðanmálsgrein hafa haft orð á því, þegar hún kom niður af Heklu,
að nú væri eins gott að ekki færi að gjósa, enda hafi ferð hennar á eldfjallið
Etnu verið nýlokið þegar eldgos hófst í henni. Þó fór svo að stórgos hófst í Heklu
2. september, aðeins fáeinum vikum síðar, og þóttist Ida viss um að hún hefði
verið kölluð forspá ef fleiri hefðu haft veður af þessum orðum sínum.
Ferðabók Idu Pfeiffer er afar merkileg heimild um íslenskt samfélag árið 1845.
Lokaorð formála hennar sem áður var vitnað í, þar sem hún skýrir hvers vegna
hún verði að ferðast, lýsa vel tíðarandanum og þeim aðstæðum sem framsækn-
ar konur á 19. öld áttu við að stríða:4 „Dæmið mig ekki of hart, leyfið mér frekar
að njóta gleði sem meiðir engan en gerir mig svo hamingjusama.“
4 “Beurtheile mich nicht zu strenge, gönne mir vielmehr eine Freude, die Niemanden
schadet und mich so glücklich macht.” (Ida Pfeiffer. 1855. Reise Nach dem skandinavischen
Norden und der Insel Island im Jahre 1845)