Goðasteinn - 01.09.2022, Page 48
46
Goðasteinn 2022
raunar er rakin í kaflanum „Baráttan við vötnin“ og er lyginni líkust. Þar er sagt
frá hvernig bændur í Vetleifsholts- og Bjóluhverfum buðu slægjur í Safamýri
gegn 10–15 aurum á hvern heyhest ásamt því að þeim yrði fært grjót (bls. 150).
Fyrir þá sem reynt höfðu að stífla svo mikil straumvötn með sniddum einum
saman var grjótið gull. Og með grjótinu, sniddunum og timburkláfunum sem
Þykkbæingar smíðuðu voru ósarnir stíflaðir einn af öðrum þar til aðeins stóðu
eftir tveir hinir stærstu: Djúpós og Fjarkastokkur.
Í kaflanum „Fjarkastokkur sigraður“ segir:
En þegar Þverá lagðist nú í Valalæk og jafnframt í Fróðholtsós, minnkaði nokkuð vatnið
í Fjarkastokk vestan ár. Þessi ós hafði verið nokkuð á annað hundrað metra á breidd um
1890, og sund í honum bakka á milli. Var hann slíkt forað, að engum hafði komið til
hugar, að unnt mundi að stífla hann.
En nú, er vatnið minnkaði í honum, gripu Þykkbæingar tækifærið og réðust í að stífla
ósinn. Var þar í mikið ráðizt, því að þeir höfðu engin verkfæri eða áhöld til þess að vinna
það verk. Þeir áttu varla almennilega stunguskóflu, heldur aðeins pála til þess að stinga
hnausa í stífluna, enga hnausakvísl og engan hestvagn. Allt efni var reitt á hestum, borið
á handbörum, á bakinu og í fanginu. Að þessu unnu allir, sem vettlingi gátu valdið, kon-
ur og karlar, börn og gamalmenni.
Ósinn var 150 metra breiður og um 3 metra dýpi var seinast, er þeir sökktu í hann
stórum timburkláfum, fylltum af sniddu. Það var lokaátakið og réð því, að sigur vannst.
(bls. 156).
Horft frá bökkum Hólsár þar sem sést yfir að Ytri-Hól í V-Landeyjum og í baksýn sést glitta
í Vestmannaeyjar.