Goðasteinn - 01.09.2022, Side 70
68
Goðasteinn 2022
Ágúst Jóhannsson, Teigi, bóndasonur, 25 ára. Hann gerðist seinna bóndi
í Teigi og eftir að hann lét af búskap þar átti hann heima á Selfossi, en síðast
skamman tíma í Reykjavík. Hann lést 2018.
Árni guðjónsson, neðri Þverá, 24 ára, bóndasonur, var í lögfræðinámi og
átti eftir að stunda lögfræðistörf allan sinn starfsaldur, lengst af í Reykjavík.
Hann lést 2003.
Árni Jóhannsson, Teigi, 20 ára, bóndasonur, lærði búfræði, stundaði um
skeið verslunarstörf í Hvolsvelli. Keypti vesturbæjarjörðina í Teigi og bjó þar
til æviloka, 2009.
Árni Jónsson, sámsstöðum, 20 ára, bóndasonur, lærði búfræði, gerðist
seinna bóndi í Hlíðarendakoti og bjó þar til æviloka, 2014.
Björgvin Jónsson, Breiðabólsstað, 40 ára, vinnumaður. Hann var fæddur
í Syðstu-Mörk en ólst upp á Austur-Sámsstöðum. Mestan hluta ævinnar var
hann vinnumaður á Breiðabólsstað. Hann lést 1987.
eiríkur einarsson, Hallskoti, 19 ára, bóndasonur. Gerðist svo bóndi og bjó
í Hallskoti til æviloka, 2005.
guðmundur guðmundsson, Múlakoti, 52 ára, bóndi. Hann var frá Múla-
koti. Bjó um skeið í Ámundakoti en fór þaðan að Múlakoti og bjó þar til ævi-
loka, 1972.
guðmundur sigfússon, fljótsdal, 40 ára, bóndi. Upprunninn úr Flóanum.
Hafði víða verið en gerðist bóndi í Fljótsdal 1946. Flutti til Þorlákshafnar 1959
og átti þar heima síðan. Guðmundur lést í Hafnarfirði 1996.