Goðasteinn - 01.09.2022, Page 71
69
Goðasteinn 2022
gústaf sigurjónsson, Lambalæk, 28 ára, bóndasonur. Varð seinna bóndi á
Torfastöðum til æviloka, 1996. Vann einnig við smíðar með búskapnum.
Hreiðar Jónsson, Árkvörn, 34 ára, vinnumaður. Var síðar lengi bóndi í
Árkvörn. Átti seinast heima á Selfossi. Hann lést 1996.
Karl guðjónsson, Valsstrýtu, 23 ára, lausamaður. Fæddur var hann í Vest-
mannaeyjum en átti heima í Strýtu, hjá frændfólki sínu. Lærði búfræði en starf-
aði lengst af sem tollþjónn í Reykjavík. Eftir starfslok flutti hann til Svíþjóðar
og lést þar árið 2020.
Kristinn Björn guðjónsson (Bóbó), 17 ára, lausamaður. Var um þessar
mundir í vinnu hjá Eggerti í Ámundakoti (seinna Smáratúni) enda bróðir Sig-
urbjargar húsfreyju. Hann var fæddur í Vestmannaeyjum en átti heima á Höfn
í Hornafirði frá 1960 og stundaði sjómennsku. Hann lést 2015.
Magnús einarsson, Kotmúla, 33 ára, bóndi. Ólst upp á Stokkalæk. Lærði
búfræði og gerðist bóndi á Kotmúla. Átti seinast heima í Hvolsvelli. Hann lést
1992.
Ólafur ingvarsson, Hellishólum, 51 árs, lausamaður. Átti lengst af heima í
Hellishólum hjá systur sinni. Var síðast á Selfossi. Hann lést 1986.
sigurður Ágústsson, 36 ára, lausamaður. Hann var uppalinn í Háa-Múla
hjá afa sínum og ömmu. Var um tíma vinnumaður í Árkvörn. Gerðist seinna
bóndi í Borgarkoti á Skeiðum og átti þar heima til æviloka, 1988.