Goðasteinn - 01.09.2022, Page 78
76
Goðasteinn 2022
frá Breiðabólstað í grastó undir slútandi bergi og náði henni með hjálp hunds
síns eftir stutta viðureign. Hann fór með hana í kofann, batt hana við stoð og
lokaði kofanum á eftir sér.
Hér var Mora þá komin eftir að hafa lifað af á fjöllum í hálfan annan vet-
ur. Hún hafði ekki komist undir manna hendur frá því að hún var mörkuð, þá
unglamb. Hún var mjög dökkmorauð að lit og því reyndist erfitt að koma auga
á hana í smalamennskum neðan frá aurnum, enda var hún nærri samlit berg-
veggnum þar sem hún fannst að lokum. Ekki fór á milli mála að Mora hafði
ekki átt neina sæluvist á fjöllum. Hún var kviðdregin og ullarsnögg og hafði
ekki tekið út fullan vöxt og þroska. Ekkert þýddi að bjóða henni heytuggu því
hún kunni ekki átið enda aldrei á hús komið.
Eftirleitarmennirnir hvíldu sig skamma stund á Hellisvöllum. Mora var flutt
heim á klyfjahestinum Hringi, öðrum megin var sú morauða en hinum megin
föggur leitarmanna. Ærnar þrjár frá Selalæk voru bundnar saman, bandi brugð-
ið um bóga hverrar þeirra og þær síðan tengdar saman með bandi og haft stutt
í. Að Fljótsdal var um tíu kílómetra leið og sóttist seint í fyrstu en smám saman
náðu menn og skepnur að samhæfa hraðann.
Þegar komið var til byggða þáðu leiðangursmennirnir góðgerðir í Fljótsdal
hjá Hallgrími en kindurnar frá Selalæk settar þar í fjárhús. Moru var aftur á móti
komið fyrir í Land-Rover prestsins sem ók síðan með hana heim að Breiðaból-
stað. Hinir þrír héldu hver til síns heima, sælir og glaðir eftir vel heppnaða eft-
irleit.
Þegar heim á Breiðabólstað kom, tók Björgvin Jónsson, vinnumaður prests-
ins, á móti Moru. Sváfnir getur þess í skrifum sínum að oft hafi hann séð
Bögga, eins og hann var jafnan kallaður, glaðan, en í þetta sinn hafi streymt
fram gleðitár og hann vart mátt mæla fyrir geðshræringu. Það kom líka í hlut
hans að kenna Moru átið og gefa henni létt hey og lítið í fyrstu. Ekki leið á
löngu uns útigengna kindin lærði að meta kjarngóða töðu og fór að braggast
þegar líða tók á vetur. Svo vel tókst Bögga að fóðra Moru að haustið eftir var
hún orðin sælleg og lagðprúð meðalær að vexti og þroska.
Næstu árin skilaði Mora sér jafnan með lömbin sín í fyrstu eða annarri leit
á afrétti að hausti. Björgvin fékk auðvitað að eiga kindina. Hann þekkti það
sjálfur af eigin raun að vera veikburða.
Björgvin var sonur hjónanna Guðbjargar Jónsdóttur og Jóns Jónssonar. Hann
fæddist þann 10. maí árið 1912 í Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum og bar fæðingu
hans að með átakanlegum og örlagaríkum hætti. Þann 6. maí vorið 1912 reið
yfir harður jarðskjálfti sem olli miklu tjóni um austan- og ofanverða Rangár-
vallasýslu. Hann átti upptök sín efst á Rangárvöllum, nálægt bænum Selsundi,