Goðasteinn - 01.09.2022, Page 90
88
Goðasteinn 2022
Einarssonar vegavinnuverkstjóra á Brú sem þá var sóknarnefndarformaður í
Stóra-Dalssókn og vildi fá ungan og kröftugan prest í sókn sína. Við látum hér
fylgja stuttan kafla úr bókinni þar sem segir frá því þegar Halldór kemur fyrst
heim að Holti:
Dagurinn var baðaður sólargeislum með rigningardropum. Ferðin hafði
heillað svo hann afréð að leita inngöngu í tómt íbúðarhús, þar sem það
var opið inn í kjallarann.
Þegar þangað kom var þar ólykt mikil, ósjálegt að sjá og bleyta á gólfi.
Þegar upp úr kjallaranum var stigið sagði hann: Hér verð ég aldrei prest-
ur. Á hlaðinu leit hann til jökulsins og í sömu svipan kom regnbogi frá
jöklinum, skáhallt heill til hans, með jaðri í um 100 metra fjarlægð og
greinilega var sagt, sem hann einn heyrði: Hér verður þú prestur. Við tók
þögn, skjálfti og tár frá augum, sem stöðvuðust ekki.
Í kjölfarið gerðist Halldór prestur í Holti en áður hafði hann í hyggju að sækja
sér framhaldsmenntun í Skotlandi. Ekkert varð úr þeim áformum því hér var
teningnum kastað, starfsvettvangurinn var markaður.
Af frásögninni má ráða að í Halldóri býr sterk kennimannleg löngun enda
þjónaði hann Rangæingum vel og lengi. Hann var einnig ötull í baráttu sinni
fyrir hrossabændur og þjóðkirkjuna og stóð þar lengi í stafni. Hann stóð oft í
fylkingarbrjósti þar sem hart var tekist á og síð-
ustu ár hefur hann háð harða baráttu fyrir kjörum
eldri borgara. Um ævi Halldórs og félagsmálastörf
má lesa í bókinni og henni fylgja mörg fylgiskjöl
sem nýst geta seinni tíma fræðimönnum, m.a.
þegar kemur að því að skrifa kirkjusögu síðustu
ára.
Halldór ætlaði sér upphaflega að verða verk-
fræðingur en sterkt tákn frá Guði í stúdentspróf-
um við Menntaskólann á Akureyri beindi hon-
um inn í guðfræðina. Þegar Halldór var kominn
af stað með ritun sögu sinnar var hann hvattur
til þess að gefa einnig út hugvekjur sínar sem
vísað er til í ævisögunni og birtust í Morgun-
blaðinu á árunum 1986–1987. Þetta varð að ráði og ber sú bók heitið Hugvekjur
kirkjuársins. Auk þeirra fjörutíu hugvekja sem birst hafa áður, bætti Halldór við
tuttugu og þremur nýjum svo bókin hefur að geyma sextíu og þrjár hugvekjur,