Goðasteinn - 01.09.2022, Blaðsíða 116
114
Goðasteinn 2022
Sauðfjárbændur í Rangárvallasýslu héldu Dag sauðkindarinnar – að þessu
sinni á Hvolsvelli – og fjárfélagið Litur hélt litasýningu.
Haldinn var skottmarkaður fyrir utan Uppspuna, en feiknaleg hálka og rign-
ing varð þó til þess að skottin voru opnuð innanhúss.
Engin aðventuhátíð var haldin á Laugalandi annað árið í röð og afar lítið um
hverskyns samkomur og voru messur þar engin undantekning. Jólamessan var
þó látin halda sér.
Þá var þorrablótinu aflýst enn og aftur.
17. júní var haldinn hátíðlegur í Ásabrekkuskógi við nokkuð eðlilegar að-
stæður. Að venju grilluðu kvenfélagskonur fyrir gesti, sunginn var fjöldasöng-
ur og kirkjukórinn tróð upp með söng. Farið var í leiki og trjám plantað ásamt
því að fara í gönguferð um skóginn og skoða hvernig hann hefst við. Maður
er manns gaman og sáu þeir síðan um að skemmta sjálfum sér, borða veit-
ingar kvenfélagsins og njóta góðra samvista í hreint út sagt frábæru veðri. Þá
voru félagar frá íþróttafélaginu Garpi og buðu þeir upp á andlitsmálun og gerðu
skemmtilegar fígúrur úr töfrablöðrum fyrir börnin.
Íbúar, uppbygging og atvinnumál
Íbúar í Ásahreppi voru 261 um áramótin 2021/2022. Og nú fóru fram kosn-
ingar þann 14. maí og var kosið til sveitarstjórnar. Ekki komu fram listar fyrir
þessar kosningar, en einhverjir létu vita að þeir hefðu áhuga á að vinna fyr-
ir sveitina sína. Kjörsókn var ágæt, eða 72,63%, og voru niðurstöður eftirfar-
andi:
Ísleifur Jónasson, Kálfholti, fékk 76 atkvæði.
Helga Björg Helgadóttir, Syðri-Hömrum, fékk 62 atkvæði.
Nanna Jónsdóttir, Miðhóli, fékk 61 atkvæði.
Þráinn Ingólfsson, Tyrfingsstöðum, fékk 56 atkvæði.
Kristín Hreinsdóttir, Seli, fékk 40 atkvæði.
Kosnir varamenn í sveitarstjórn voru eftirtaldir:
Reynir Örn Pálmason, Króki, 1. varamaður.
Kristín Ósk Ómarsdóttir, Sjónarhóli, 2. varamaður.
Karl Ölvirsson, Þjórsártúni, 3. varamaður.
Erla Brimdís Birgisdóttir, Ásmúla, 4. varamaður.
Elín Grétarsdóttir, Riddaragarði, 5. varamaður.