Goðasteinn - 01.09.2022, Page 143
141
Goðasteinn 2022
Íbúar
Í byrjun árs 2022 voru íbúar Rangárþings eystra 1.971 talsins samkvæmt vef
Hagstofunnar. Það er fjölgun milli ára og íbúum fjölgar enn og má leiða líkur
að því að þegar tölur birtast hjá Hagstofunni í byrjun árs 2023 verði fjöldinn
kominn yfir 2000 í fyrsta sinn. Tekið var á móti flóttafólki frá Úkraínu í apríl
2022 en þá komu tvær fjölskyldur sem hafa komið sér vel fyrir á Hvolsvelli.
stjórnsýsla
Sveitastjórn Rangárþings eystra 2018–2022 var meirihlutastjórn B- og D-lista.
Flokkarnir gerðu með sér og málefnasamning um samstarf í meirihluta sveit-
arstjórnar fyrir kjörtímabilið og héldu því samstarfi út tímabilið. Sveitarstjórn-
arkosningar fóru svo fram laugardaginn 14. maí 2022 og var kjörsókn 75%. Úr-
slit kosninga voru eftirfarandi: D-listi hlaut 42,4% atkvæða og 3 menn kjörna,
B-listi hlaut 36,3% atkvæða og 3 menn kjörna og N-listi hlaut 21,3% og 1 mann
kjörinn. Sveitarstjórn Rangárþings eystra 2022–2026 er því skipuð þeim Ant-
oni Kára Halldórssyni (D), Árnýju Hrund Svavarsdóttur (D), Sigríði Karólínu
Viðarsdóttur (D), Lilju Einarsdóttur (B), Rafni Bergssyni (B), Bjarka Oddssyni
(B) og Tómasi Birgi Magnússyni (N). D- og N-listi gerðu með sér samkomulag
um meirihlutasamstarf og ákveðið var að Anton Kári Halldórsson yrði ráð-
inn sveitarstjóri. Á fyrsta fundi nýrrar sveitarstjórnar var Tómas Birgir kjörinn
oddviti og Árný Hrund kjörin formaður Byggðarráðs.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra 2022-2026. Rafn Bergsson, Lilja Einarsdóttir, Bjarki
Oddsson, Anton Kári Halldórsson, Tómas Birgir Magnússon, Sigríður Karólína Viðarsdóttir
og Árný Hrund Svavarsdóttir.