Goðasteinn - 01.09.2022, Qupperneq 163
161
Goðasteinn 2022
Hún gekk í Laugarnesskóla og lauk þaðan unglingaprófi og síðan gagn-
fræðaprófi frá Austurbæjarskóla og fór síðan að vinna í Nesti í Fossvoginum,
en lengst af ævinnar starfaði hún við skrifstofu- og ritarastörf, lengi við Iðn-
skólann í Reykjavík.
Hún var áhugamanneskja um bíla og vildi vera á bæði góðum bílum og
ekki síst hreinum. Fyrsti bíllinn sem hún keypti var hvítur og hún kallaði hann
„lambið“. Og það voru strangar reglur í kringum hann. Bræður hennar urðu t.d.
að fara úr skónum áður en þeir fengu að koma inn í hann.
Anna kvænist 7. júlí 1967 Páli G. Björnssyni, ættuðum frá Garði í Fnjóska-
dal. Synir þeirra tveir eru 1) Ragnar, f. 1968, kvæntur Guðrúnu Dröfn Ragn-
arsdóttur, börn þeirra eru Ragnar Páll, Ásgerður og Þorgerður Harpa.
2) Ásmundur Jón, f. 1969, d. 8. september 2002, elsti sonur hans er Stefán
Smári og dætur hans tvær og eiginkonu hans, Sigurbjargar Björgúlfsdóttur, eru
þær Álfheiður Fanney og Ásrún Ásta.
Anna og Páll hófu búskap sinn á Ásbraut 5 í Kópavogi en fluttu síðan til
Hellu árið 1969, reistu sér hús að Freyvangi 22. Þau slitu samvistir árið 1986.
Auk húsmóðurstarfa vann hún í Kaupfélaginu Þór, við Heilsugæsluna á
Hellu og var liðtæk í forfallakennslu við Grunnskólann á Hellu þegar á þurfti
að halda fyrstu árin, en lengst af starfaði hún hjá Landgræðslunni í Gunnars-
holti, eða allt til starfsloka.
Hún keypti húsið að Þrúðvangi 25 árið 1994 og bjó þar eftirleiðis. Þar leið
henni vel – í húsinu sínu við árbakkann hennar, við ána hennar.
Anna bar sig alltaf vel, há og grönn, ævinlega glæsileg til fara, rauður var
uppáhaldsliturinn og rautt naglalakk og varalitur – að ógleymdum rauðum
skóm.
Hún átti fallegt heimili þar sem allt var í röð og reglu og hreint út úr dyrum.
Hún vann fullan vinnudag, en var skiplögð og féll ekki verk úr hendi.
Hún fylgdist vel með tískunni og kóngafólkinu, sérstaklega í Danmörku, og
talaði dönsku reiprennandi.
Hún las mikið og horfði á fótboltann og handboltann í sjónvarpinu.
Lífshlaup hennar var mótað sterkum dráttum. Hún hafði bæði vindinn með
sér og í fangið. Hún eignaðist synina tvo sem voru lífsgæfa hennar og lán. Og
síðar bættust við tengdadætur og barnabörn sem henni þótti undurvænt um
og sýndi það í verki. Hún var fundvís á það sem gaf líf og lit í daginn og sam-
veruna. Spilaði mikið við syni sína og barnabörnin, átti alltaf tíma fyrir þau.
Það uxu t.d. karamellur á einu trénu í garðinum hennar á vorin. Og hún sendi
barnabörnin út til að tína karamellurnar.
Þau fengu líka að dorga í ánni. Þegar þau hjálpuðu henni í garðinum var öll-