Goðasteinn - 01.09.2022, Blaðsíða 164
162
Goðasteinn 2022
um afklippum hent í ána og hún sagðist eiga trén sem uxu við ána þar sem þau
voru sjálfsprottinn úr afganginum úr garðinum hennar.
Hún Anna var í eðlinu lífsglöð og í henni var traustur kjarni, Hún var vön
að segja hlutina umbúðalaust og með hugrekki í hjarta. Hafði yndi af tónlist,
dansi og sinnti félagslífinu vel hér fyrr á árum, og var m.a. um tíma formaður
Kvenfélags Oddakirkju. Síðari hluta ævi sinnar dró hún sig í hlé, en naut þess
að fá fólkið sitt og vini í heimsókn og naut samfélagsins við þau öll.
Síðastliðið hálft ár dvaldist hún á dvalarheimilinu Lundi og þar andaðist hún
þann 22. desember, 81 árs að aldri.
Útför hennar var gerð frá Oddakirkju 5. janúar 2021 og jarðsett í Fossvogs-
kirkjugarði.
Sr. Halldóra J. Þorvarðardóttir
Bóel Ísleifsdóttir frá Miðkoti
f. 13.4. 1926 – d. 8.7. 2021
Bóel Ísleifsdóttir fæddist í Miðkoti í Fljótshlíð 13. apríl
1926. Foreldrar hennar voru hjónin Ingibjörg Kristjáns-
dóttir, húsfreyja, sem fædd var á Voðmúlastöðum í
Austur-Landeyjum, og Ísleifur Sveinsson, trésmíða-
meistari og bóndi, sem bjuggu í Miðkoti 1923–1942, er
þau fluttust að Hvolsvelli.
Bóel var fjórða í röð sjö systkina. Elst var sammæðra hálfsystir, Kristbjörg
Lilja Árnadóttir, en alsystkin Sveinn, Margrét, Kristín, Ísbjörg og Guðrún. Þær
tvær síðasttöldu lifa systkini sín. Einnig voru heimilisfastar í Miðkoti amma
þeirra, Margrét Guðnadóttir, og Kristín Kristmundsdóttir. Bóel missti móður
sína, sem þá var á 79. aldursári, í október 1970, en Ísleifur, faðir hennar, dó átt-
ræður að aldri í apríl 1981.
Bóel gekk í Barnaskóla Fljótshlíðar, starfaði á unglingsárum m.a. á Eyr-
arbakka og síðar í Reykjavík, þar sem hún festi rætur. Hún giftist 1946 Friðriki
Þorlákssyni Ottesen, syni hjónanna Þuríðar Friðriksdóttur og Þorláks Ottesen.
Þau Friðrik stofnuðu sitt fyrsta heimili í Karfavogi, en byggðu sér svo hús í