Goðasteinn - 01.09.2022, Side 165
163
Goðasteinn 2022
Breiðagerði 31. Fyrstu 18 ár hjúskapar þeirra var Bóel heimavinnandi, en starf-
aði í Reykjavíkur Apóteki 1964–1993.
Bóel og Friðrik eignuðust fimm börn. Elstur er Pétur, f. 1946. Sambýliskona
hans var Júdith Rasmussen, sem lést 2017. Sonur hennar og fóstursonur Péturs,
er Jo-Krister Rasmussen. Unnusta Péturs er Sunna Emanúelsdóttir. Næstelst er
Ingibjörg, f. 1948. Fyrri eiginmaður hennar var Hjörtur Kristjánsson, sem lést
2014. Eldri dóttir þeirra var Sigríður, Sirrý, sem lést 43ja ára 2013. Hún var gift
Wayne Collington, og eru börn þeirra Gabríela Bóel, Oliver Thor og Freyja Ena.
Yngri dóttir Ingibjargar og Hjartar er Bóel Hjarta, gift Hjálmari Þorsteinssyni,
og dætur þeirra eru Hekla, Martha og Hera. Seinni maður Ingibjargar er Garð-
ar Valur Jónsson. Sonur þeirra er Ísleifur Örn, kvæntur Kristjönu Ósk How-
ard. Börn þeirra eru Guðlaug Bóel og Garðar Valur. Þriðji í röð syst kinanna er
Ísleifur, f. 1951. Fyrri kona hans var Sigríður Alda Hrólfsdóttir, en þau skildu.
Sonur þeirra er Friðrik Már, kvæntur Evu Gunnarsdóttur og dætur þeirra eru
Ísól Alda og Svala Sóllilja. Ísleifur gekk Birgi Þór Kristinssyni, syni Sigríð-
ar, í föðurstað. Hann er kvæntur Halldóru Ósk Ólafsdóttur, og sonur þeirra er
Friðrik Ólafur. Sonur Ísleifs er Ísleifur Gauti Diego. Seinni kona Ísleifs er Svala
Ólafsdóttir. Næstyngstur barna Bóelar og Friðriks var Þorlákur, sem dó 3½
mánaðar gamall 5. desember 1954. Yngst er Þuríður, f. 1957. Fyrrum sambýlis-
maður hennar er Sigurbjartur Ágúst Guðmundsson. Sonur þeirra er Pétur. Bóel
og Friðrik skildu 1967. Friðrik lést 1978.
Bóel var börnunum sínum sterk fyrirmynd í rólyndi sínu og hógværð. Hún
forðaðist ágreining, deilur og ósætti, var umtalsfróm um náungann og óhlut-
dræg í tali sínu um menn og málefni, átti auðvelt með að setja sig í annarra spor
og lagði ævinlega gott til mála. Enda þótt hún byggi yfir miklum viljastyrk og
jafnvel þrjósku, þá sló í brjósti hennar heitt og viðkvæmt hjarta, og strengur til-
finninganna auðsnortinn, svo hún komst ósjaldan við, hvort sem var yfir góðri
bók, kvikmynd eða tónlist. Bóel var glettin og gamansöm og gat oft brugðið á
leik, og tók sjálfa sig ekki of hátíðlega þegar svo bar undir.
Bóel var listhneigð kona og mikill fagurkeri, hafði yndi af handverki og
hvers konar hannyrðum og lék allt í höndum hennar. Hún sótti mörg myndlist-
arnámskeið og liggja eftir hana fjölmörg listaverk sem prýða ófá heimili stór-
fjölskyldunnar, og hún var einnig músíkölsk og lék á harmonikku. Bóel fluttist
1997 að Vogatungu 7 í Kópavogi og ræktaði þar garðinn sinn af elju og natni.
Kallaði hún þessa vistarveru paradísina sína og allir sem þangað komu fundu
þá hlýju rósemd sem stafaði frá Bóel. Þar naut hún þess að láta sólskinið verma
vangann, enda varð hún útitekin snemma á vorin, og fylgdi því oft eftir með
góðri sólarlandaferð.