Goðasteinn - 01.09.2022, Qupperneq 169
167
Goðasteinn 2022
Það má segja að saumaskapur hafi verið hennar ævistarf, hún var ung komin
í læri hjá Stolzenwald klæðskera og seinna vann hún í Vinnufatagerð Suður-
lands, sem og í Mosfelli og Tjaldborg. Einnig vann hún um tíma við sauma
heima við. Eiginmaður Gerðar var Jón Þorgilsson, sonur Kristínar Filipp-
usdóttur og Þorgils Jónssonar á Ægissíðu.
Þau hófu búskap í Miðgarði, bragganum sem stóð á vestri bakka Ytri-Rang-
ár, vorið 1952 en fluttu um haustið í nýbyggða húsið sitt á Hellu. Þau gengu í
heilagt hjónband hinn 4. nóvember 1954, þá var eldri sonur þeirra, hann Sævar,
kominn í heiminn og fjórum árum á eftir Sævari fæddist yngri sonurinn, hann
Þorgils Torfi.
Sævar á 3 syni og 8 barnabörn og eitt langafabarn og Torfi og hans kona,
Þórhalla Sigmundsdóttir, eiga fjögur börn en fyrir átti Torfi 2 börn og barna-
börnin eru 2.
Þó aðalstarf Gerðar hafi verið saumaskapur, þá vann hún um tíma sem mat-
ráðskona þegar verið var að byggja skólann á Laugalandi.
Hún var engri lík, hún Gerður, og hún fór sínar eigin leiðir. Og þó margir
hafi nú ekki alveg vitað hvað hún væri að gera árið 1992, aðeins ári eftir að hún
missti hann Jón sinn, þegar hún ákvað að byggja sér kúluhús vestan Rangár,
þá lét hún það ekki stoppa sig. Hún hafði alltaf haft mikinn áhuga á garðrækt
og var margverðlaunuð fyrir garðana sína á Hellu og einnig ræktaði hún mikið
upp við sumarhúsin sín, fyrst í Haukadal og síðar í Koti.
Með byggingu Auðkúlu tók hún ræktunina upp á annað stig. Það voru marg-
ir sem komu til að skoða kúluhúsið hennar og garðinn stóra og hún tók vel á
móti öllum, þar á meðal voru margir Þjóðverjar sem komu en skýring á því er
helst að Einar Þorsteinn, sem teiknaði kúluhúsið, birti myndir af því með skrif-
um sínum í þýsk tímarit. Gerður tók vel á móti Þjóðverjunum eins og öllum
öðrum og þó hún talaði aðeins íslensku þá hélt hún því fram að þeir skildu hana
alveg ágætlega þó hún skildi nú lítið í þeim.
Hún hafði gaman af því að skreppa út fyrir landsteinana og fór m.a. í nokkr-
ar skógræktarferðir til að kynna sér ræktun og skóglendi. Ofar en ekki kom hún
klyfjuð heim alskyns fræjum og græðlingum sem hún kom til af mikilli alúð.
Margar þessara plantna prýða nú umhverfi Auðkúlu, fólki til ánægju og gleði.
Hún stundaði ekki aðeins ræktun á gróðri heldur líka ræktun á mannkær-
leika, því hún var ætíð þeirra skoðunar að allar manneskjur væru alveg hreint
ágætar og það hjálpaði engum að tala illa um fólk.
Sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir