Goðasteinn - 01.09.2022, Blaðsíða 175
173
Goðasteinn 2022
Börn Guðna eru þau Guðný, Sara, Berglind, Gunnar og Jan Þór. Höfðu
tengdasynir Guðna orð á því hversu mikla hlýju og góðvild þeir skynjuðu frá
honum strax við fyrstu kynni. Guðna þótti vænt um að eiga stund með börn-
unum og hafði hann gleði af að hafa þau í kringum sig. Hann reyndist þeim
einkar vel, hlustaði og gaf góð ráð ef eftir því var leitað. Þegar þau spreyttu
sig á verkefnunum þá fylgdist hann með, sposkur á svip. Það hvarflaði ekki
að honum að grípa fram fyrir hendurnar á þeim svo þau mættu öðlast reynslu
og læra af mistökunum. Guðni var mjög stríðinn og það var grunnt á gleði og
galsa. Hann taldi t.d. dætrunum trú um það að hann stjórnaði umferðarljós-
unum. Hann benti á ljósin og sagði: „Sjáðu, núna kemur grænt!“ Og börnunum
til furðu þá varð ljósið grænt!
Barnabörn Guðna eru orðin 11 að tölu. Hann var gjarnan kallaður Hoho afi
af augljósri ástæðu, hann var mikill dýravinur og hans uppáhalds hestur var
Tvistur. Allir höfðu gefist upp á Tvisti en ekki Guðni. Samband þeirra var ein-
stakt og náðu þeir félagar vel saman. Þá unni Guðni náttúrunni, þar hlóð hann
batteríin og þá bar hann mikla virðingu fyrir náttúruöflunum. Er hann ók yfir
straumþungar ár þá sýndi hann ýtrustu varkárni og tefldi aldrei í tvísýnu. Að
keyra með ferðamenn um landið var honum virkileg ánægja og vann hann sitt
starf af alúð enda uppskar hann oft þakklæti og vináttu þeirra sem þáðu þjón-
ustu hans.
Fyrir 12 árum lágu leiðir Guðna og Jönu Flieglova saman. Frá árinu 2012
ráku þau hjónin gistiheimilið Húsið í Fljótshlíð með myndarskap og þar fengu
allar góðar gjafir Guðna að njóta sín. Handlagni, þjónustulund og útsjónarsemi.
Guðni henti gjarnan í pönnukökur eins og hann hafði lært af mömmu sinni og
tók vel á móti gestum. Hann var gull af manni, ávann sér traust og virðingu
samferðarmannanna með eljusemi og það var alveg sama hvar hann kom, alltaf
þekkti hann einhvern. Þar að auki þá bjó í honum braskari og átti hann við-
skipti við marga.
Guðni hafði ríka þörf fyrir að hafa eitthvað fyrir stafni og komu áhugamálin
eins og í köflum. Eina stundina voru það hjólreiðar en svo tók veiðimennsk-
an við. Þá heilluðu jeppaferðir ásamt skíðaiðkun en svo eignuðust hrossin hug
hans allan. Honum leið þó best í sveitinni, vildi helst eiga nokkrar kindur, nóg
af hestum og hund. Guðna féll sjaldan verk úr hendi og alltaf var hann dugleg-
ur að ferðast. Þau Jana ferðuðust gjarnan til Evrópu og þá ekki síst til hennar
bernskuslóða í Tékklandi. Guðna var margt til lista lagt. Sem fyrr segir þá
gerði hann við vélar, smíðaði hluti, hann prjónaði peysur, sokka og vettlinga,
hann einfaldlega gekk í verkin og reddaði því sem redda þurfti. Síðustu mánuði
þegar veikindin voru farin að taka sinn toll, hélt hann sér uppteknum með því