Goðasteinn - 01.09.2022, Page 176
174
Goðasteinn 2022
að ráða sudoku og sauma út púða, það veitti honum fró í erfiðum veikindum.
Alltaf bar hann sig sem best hann mátti. Þau hjónin fóru í styttri ferðir hér í
næsta nágrenni og grilluðu pylsur og Guðni lék við Jan. Til urðu fallegar minn-
ingar sem ég bið Guð að blessa en þann 9. nóvember seig lífsins sól til viðar og
Guðni lést umvafinn ástvinum í Húsinu.
Sr. Sigríður Kristín Helgadóttir
Guðni Jóhannsson
f. 25.9. 1926 – d. 13.5. 2021
Guðni fæddist 25. september árið 1926 í Teigi í Fljóts-
hlíð. Þar ólst hann upp við gott atlæti, foreldrar hans
voru hjónin Jóhann Guðmundur Jensson bóndi í Teigi í
Fljótshlíð og Margrét Albertsdóttir húsfreyja. Tvíbura-
bróðir Guðna var Albert og voru þeir frumburðir for-
eldra sinna. Albert lést 1998. Systkini þeirra voru Ágúst, fæddur 1927, látinn
2018, og Árni, fæddur 1932, látinn 2009, eftirlifandi systkin Guðna eru Sigrún,
fædd 1930, og Jens, fæddur 1942. Guðni ólst upp í Teigi þar sem nokkrir ættliðir
bjuggu saman eins og þá tíðkaðist og áttu sveitastörfin vel við unga drenginn.
Hann var ljúfur í lund, hrekklaust barn og einlægur í viðmóti. Hann átti gott
með að læra og lágu tölur einkar vel fyrir honum. Hann gekk í Fljótshlíðarskóla
líkt og systkini hans og er fram liðu stundir fór hann til náms í Héraðsskólann
á Laugarvatni veturinn 1944–45. Þá stundaði hann nám við Samvinnuskólann
í Reykjavík í tvo vetur 1947–49. Á þessum árum skiptust elstu bræðurnir á að
vera heima við og sækja skóla utan héraðs.
Guðni flutti á Hvolsvöll 1950 og átti þar heima fram á dánardægur. Hann
kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Svanlaugu Kristjönu Sigurjónsdóttur frá
Seljalandi, árið 1958. Svana er fædd 4. júlí 1937, dóttir Sigurjóns Sigurðssonar
bónda á Mið-Skála undir Vestur-Eyjafjöllum og Ragnhildar Ólafsdóttur hús-
freyju. Hún ólst upp á Seljalandi og voru fósturforeldrar hennar þau Kristján
Ólafsson móðurbróðir hennar og Arnlaug Samúelsdóttir.