Goðasteinn - 01.09.2022, Síða 180
178
Goðasteinn 2022
Hjörtur Guðjónsson
frá Hlíðarenda
f. 28.8. 1943 – d. 28.7. 2021
Hjörtur Guðjónsson fæddist á Hlíðarenda í Fljótshlíð
28. ágúst 1943 samkvæmt opinberum skráningum, þó
Munda móðursystir hans hafi ávallt sagt hann fædd-
an á höfuðdaginn, 29. ágúst. Hann var sonur hjónanna
Sigríðar Björnsdóttur og Guðjóns Helgasonar og elstur fjögurra alsystkina
og sjö hálfsystkina að föðurnum. Yngri alsystkini hans eru í aldursröð þessi:
Örn Helgi, Björn og Sigurveig. Hálfsystkinin eru Pálmi, Ágústa, Ragnheiður,
Bergþór, Ísleifur Helgi, Þorsteinn og Sigurgeir. Af þessum hópi eru þau Ísleifur
Helgi og Ragnheiður látin, auk Hjartar.
Hjörtur átti að mörgu leyti erfiða bernsku. Hann lauk hefðbundinni skóla-
skyldu og þurfti frá unga aldri að vinna mjög mikið, sem var svo sem ekki óal-
gengt á þessum árum, en foreldrar hans fluttu oft, sem fór illa í hann. Foreldrar
hans skildu 1953 og móðir hans hóf störf á Laugarvatni og gat ekki haft börnin
hjá sér. Hjörtur og yngri systkinin urðu því eftir hjá föður sínum og nýrri eig-
inkonu hans. Hann var ekki sáttur og árið 1955, þegar hann var 12 ára, fjárfesti
hann í reiðhjóli og hjólaði frá bænum Hólum í Biskupstungum í Árnessýslu,
þar sem þau bjuggu þá, og að Hlíðarenda til afa síns og Mundu móðursystur
sinnar.
Árið 1957 keypti Sigríður móðir hans jörðina Heylæk í Fljótshlíð og hóf
þar búskap með börnum sínum. En það stóð ekki lengi því hún varð að flytja
á Selfoss árið 1964 vegna alvarlegs heilsubrests og lést þar í júlí það sama ár.
Veikindi og andlát hennar lagðist afar þungt á Hjört og bar hann þess í raun
merki alla tíð.
Hjörtur vann við ýmislegt. Auk sveitastarfanna allt frá bernsku, fór hann á
vertíð til Grindavíkur, vann um skeið á flugvellinum í Keflavík og starfaði um
tíma við múrverk á Selfossi.
Hann stundaði nám við Íþróttaskóla Sigurðar Greipssonar í Haukadal árið
1958. Hann vann hjá Skógrækt ríkisins og ætlaði í skóla til Alaska að nema
skógræktarfræði, um það leyti sem móðir hans lést. En sem ungur maður var
Hjörtur búinn að sjá að hægt væri að stunda mikla skógrækt á Íslandi, á réttum
stöðum og með góðu skipulagi.
Eftir að hann kom aftur hingað í Rangárþing, starfaði hann sem rútubílstjóri