Goðasteinn - 01.09.2022, Blaðsíða 187
185
Goðasteinn 2022
Jón Vilberg Karlsson
f. 17.1. 1933 – d. 29.7. 2021
Jón Vilberg Karlsson fæddist 17. janúar 1933 á Hömrum
í Grímsnesi, sonur Guðrúnar Jónsdóttur og Karls Ólafs-
sonar er þar bjuggu. Foreldrar hans bjuggu að Hömrum
árin 1927–1934, síðan í Vallarhjáleigu í Flóa árin 1934–
1936, uns þau fluttu í Hala í Háfshverfi árið 1936 og
bjuggu þar upp frá því. Jón, sem var næst yngstur barnanna, flutti með foreldr-
um sínum og systkinum í Háfshverfið. Systkini hans voru þessi í fæðingarröð:
Guðrún, fædd 1929, Kristín Óla, fædd 24. febrúar 1930, (Ingi Andrés) Trausti,
fæddur 17. janúar 1932, og Jóna Herlaug, fædd 23. september 1934. Einnig ólu
foreldrar hans upp börnin Guðna Sævar Guðmundsson og Eddu Melax.
Jón ólst upp við hefðbundin störf á sveitaheimili fyrri tíðar og þurfti ungur
að taka til hendinni við búskapinn. Hann lauk hefðbundnu skólanámi á heima-
slóðum og starfaði síðan við búskap að heita má alla tíð eftir það. Hann fór um
skeið í iðnnám að Hólmi í Landbroti þar sem rekinn var skóli um tíma.
Eftir að foreldrar hans tóku að fullorðnast komu systkinin meira inn í bú-
skapinn og frá 1957 bjuggu þau Jóna, Trausti og Jón félagsbúi með foreldrum
sínum í Hala og Brautartungu. Jóna hvarf til annarra starfa árið 1967 og Trausti
flutti til Kanada um 1970. Eftir það bjó Jón einn í Hala ásamt foreldrum sínum
meðan þeirra naut við. Móðir hans andaðist 1980 og faðir hans árið 1982.
Eftir lát föður síns leigði Jón jörðina út til tveggja ára. Hann flutti á Akranes
og fór á sjóinn, en var líka eina vertíð í Vestmannaeyjum.
Einkasonur Jóns, Finnbogi Jóhann, tók svo við búskapnum 1994. Móðir hans
var Freyja Jóhannsdóttir frá Reykjavík, sem nú er látin, en hún og Jón bjuggu
aðeins skamman tíma saman. Finnbogi Jóhann er kvæntur Bettinu Wunsch frá
Þýskalandi og eiga þau einn son sem búsettur er í Hala en stundar vinnu út í
frá.
Jón bjó lengst af blönduðum búskap auk þess að stunda kartöflurækt. Hann
hafði alla tíð sérstakan áhuga á hestum og hrossarækt, hlaut m.a. heiðursverð-
laun með Þokka frá Garði á Landsmóti á Hellu.
Jón var viðræðugóður en nokkuð sérsinna í skapi, afar fastur fyrir og vildi
hafa hlutina dálítið eftir sínu höfði. Hann var einstaklega fróður um ættfræði og
þekkti menn víða. Þá hafði hann gaman af því að ræða pólitík og viðburði í þjóð-
félaginu. Hann hafði sterkar skoðanir á hlutunum og var ekkert að dylja þær.
Síðasta daginn sem hann lifði gerði hann sér ferð á Land-Rovernum sínum