Goðasteinn - 01.09.2022, Síða 188
186
Goðasteinn 2022
Kolbrún Valdimarsdóttir
f. 24.11. 1933 – d. 27.11. 2021
Kolbrún Valdimarsdóttir fæddist á bænum Glóru í Flóa,
24. nóvember 1933, dóttir hjónanna Valdimars Stefáns-
sonar og Sigrúnar Sigurjónsdóttur sem þar bjuggu.
Hún var sú fjórða af 5 systkinum sem komust á legg,
en bróðir þeirra, Sigurjón Steinþór, lést á fyrsta ári. Þau
sem komust til fullorðinsára voru auk hennar: Stefán, sem bjó í Þorlákshöfn
og lést 2018. Gyða, sem býr á Siglufirði, Baldur sem bjó á Selfossi og lést árið
2003, og Hörður, sem býr á Selfossi.
Árið 1935 festu foreldrar hennar kaup á jörðinni Læk í Hraungerðishreppi
eftir að hafa búið í nokkur ár í Króki og fluttu þangað full bjartsýni. En nánast
á einu andartaki dró ský fyrir sólu því Sigrún móðir Kollu veiktist alvarlega
á geði, sem varð til þess að fjölskyldan leystist upp. Sigrún náði sér aldrei og
dvaldi langdvölum á sjúkrahúsum hin síðari ár. Hún andaðist í Stykkishólmi
18. maí 1973.
Valdimar fór með tvö elstu börnin með sér að Laugardælum, en Kolla fór í
fóstur til hjónanna Jóns Gísla Högnasonar og Katrínar Skúladóttur sem bjuggu
þá í Þorleifskoti en fluttu síðar á Læk, þar sem foreldrar hennar höfðu áður
búið. Þar ólst hún upp til fullorðinsára. Baldur bróðir hennar fór að Austurkoti í
Sandvíkurhreppi og Hörður, yngsti bróðirinn, að Hallanda við þriggja ára ald-
inn á mýri, sem engum tíðindum sætti, þar sem hann gerði það iðulega. Þegar
heimafólk tók að lengja eftir honum kom í ljós að hann hafði látist við stýrið
á jeppanum sínum góða, eftir að hafa reynt að losa hann úr festu. Óhætt er að
fullyrða að engan betri dauðdaga hefði hann kosið sér, enda hefði hann aldrei
farið nema nauðugur burt frá Hala og Brautartungu.
Jón Vilberg var áttatíu og átta ára að aldri þegar hann lést og var jarðsettur í
Kálfholtskirkjugarði, 17. júlí 2021.
Haraldur M. Kristjánsson
fyrrv. sóknarprestur