Goðasteinn - 01.09.2022, Page 191
189
Goðasteinn 2022
3) Örn, f. 1960, kvæntur Grétu Steindórsdóttur. Börn Arnar og Elínar Ágústs-
dóttur eru Hjördís Rut (stjúpdóttir), Ari og Egill.
Fyrstu árin bjuggu þau á Ketilsstöðum hjá foreldrum hans. Og eftir stutt
stopp bæði á Hvolsvelli og Laugarvatni héldu þau til höfuðborgarinnar og
Kópavogs sem þá var að byggjast upp og bjuggu þar í ein 9 ár og þar ólust börn-
in þeirra að miklum hluta upp. Haukur rak ásamt góðum vinum bílaverkstæðið
Viðgerðaþjónustuna og verktakafyrirtækið Hlaðprýði sem malbikaði holóttar
malargötur á Reykjavíkursvæðinu og lagði hitaveiturör í nýju hverfin sem voru
að byggjast upp á þeim árum.
Árið 1973 flutti fjölskyldan á Hellu þar sem Haukur hóf störf á verkstæði
Kaupfélagsins Þórs.
Hjónin byggðu sér hús á fallegum útsýnisstað á Hellu og bjuggu þar í 20 ár
en fluttu þá á Selfoss. Var þar þeirra heimili meðan Stella lifði og þar til Haukur
flutti í mars sl. að Lundi, þar sem hann naut góðrar aðhlynningar og umönn-
unar.
Þau Haukur og Stella fóru samhent í gegnum lífið. Voru miklir gestgjafar, og
heimilið stóð ævinlega opið öllum sem á þurftu að halda. Þau höfðu bæði mikið
yndi af gestakomum, og jafnan glatt á hjalla þegar gesti bar að garði. Bæði voru
þau svo undur barngóð og hjá þeim áttu margir skjól.
Haukur kom að stofnun Hitaveitu Rangæinga og árið 1980 hóf hann þar störf
og starfaði hjá hitaveitunni allt þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir.
Áhugi hans á vélum og bifreiðum vaknaði snemma og lagði grunn að starfs-
ævi hans og Haukur sýndi það strax að allt sem að þeim laut heillaði hann.
Og þar sem vinnuvélar og allt sem þeim tengist voru ævistarfið, þá má segja
að bílar hafi verið eitt af hjartans málunum.
Hann var mikið náttúrubarn og naut hálendisins, sér í lagi Veiðivatna. Sem
ungur maður sótti hann Vötnin frá Ketilsstöðum og eftir að þau hjón keyptu
Hallstúnið fór hann til Vatna hvert haust og ekki var verra að eiga hauka í horni
þar upp frá þar sem sonur hans og tengdadóttir voru.
Þau Stella ferðuðust einnig víða og ein af hans stærstu minningum var Eng-
landsferðin og heimsóknin í JCB-verksmiðjurnar árið 1970. Það var fyrsta
utanlandsferðin og hún var sveipuð ævintýraljóma.
Haukur var ekki einn, hann og Stella, sem jafnan voru nefnd í sama orðinu,
voru samhent og miklir félagar, hann var óendanlega duglegur við að hjálpa
henni í glerinu og hannyrðunum og var bjargið hennar í veikindunum.
Hann var mikill dýravinur og þau hjón bæði, áttu lengi hesta og nokkrar
kindur meðan þau bjuggu á Hellu, sem hann hafði ánægju af að sinna, og fara
í reiðtúra og hestaferðir á sumrin. Eftir að þau hjónin keyptu Hallstún, æsku-