Goðasteinn - 01.09.2022, Page 192
190
Goðasteinn 2022
heimili Stellu, var þar byggt upp og ræktað. Þar hafa þau í gegnum árin gróð-
ursett fjöldann allan af trjám til skjóls og prýði.
Hann var hlýr og rólegur maður en að sama skapi mikill eljumaður. Hann
var sínum nánustu ástríkur og umhyggjusamur. En fyrst og helst var Haukur
traustur vinur, heill og sannur sem aldrei brást. Hann var einn af þeim ósér-
hlífnu, tranaði sér ekki fram en naut sín með glöðum á góðri stund.
Haukur andaðist á Lundi 28. desember 2020.
Útför hans var gerð frá Selfosskirkju 6. janúar 2021.
Sr. Halldóra J. Þorvarðardóttir
Kristín Guðmundsdóttir
f. 1.5. 1924 – d. 25.12. 2020
Kristín fæddist 1. maí 1924 að Mykjunesi í Holtum í
Rangárvallasýslu. Foreldrar hennar voru hjónin í Mykju-
nesi, Guðmundur Tómasson og Gróa Einarsdóttir. Hún
var yngst fjögurra barna þeirra en eldri voru bræður
hennar; Einar, f. 1910 og lést nokkurra daga gamall,
Magnús, f. 1918, og Steinn, f. 1921. Eru þau systkin nú öll látin.
Heimasætan í Mykjunesi átti góð uppvaxtarár og menntun hlaut hún þá sem
gafst á þessum árum. Hún vissi að það var margt til sem ekki var allra að sjá
en hún sá, eins og huldukonurnar í Pululautinni með bala á milli sín og ljósin á
heimatúninu þar sem ekkert átti að vera.
Hún var um tvítugt þegar leiðir þeirra lágu saman, hennar og Halldórs Eyj-
ólfssonar, f. 9. mars 1924, og þau gengu í hjónaband vorið 1945. Þau slitu sam-
vistir 1980.
Kristín og Halldór eignuðust fimm börn. Þau eru: 1) Guðmundur, f. 1944,
kvæntur Guðlaugu Helgu Herbertsdóttur. Synir þeirra eru Henrý Berg, Victor
Berg og Leó Berg.