Goðasteinn - 01.09.2022, Side 193
191
Goðasteinn 2022
2) Guðrún, f. 1945, gift Agnari Smára Einarssyni. Synir þeirra eru Halldór
Einir og Einar.
3) Gróa, f. 1949. Synir hennar eru Snorri Geir og Finnur Karl.
4) Ragnheiður, f. 1952, gift Haraldi Eðvarð Jónssyni. Synir hennar eru Þórir,
sem er látinn, Frímann og Sigurður Fannar.
5) Ómar, f. 1954. Börn hans eru Kristín Ósk, Hjalti og Guðgeir Óskar.
Árin sem í hönd fóru voru ár barnauppeldis og fjölskyldulífs. Fjölskyldan
flutti búferlum austur á Rauðalæk árið 1950 og átti þar heima til 1964, að þau
fluttu á ný til Reykjavíkur og bjó Kristín þar upp frá því. Eftir að til Reykjavík-
ur var komið á ný vann hún meðfram húsmóðurstarfinu í 27 ár við ræstingar
í aðalbanka Búnaðarbankans í Hafnarstræti. Síðustu árin áður en hún flutti á
hjúkrunaheimilið á Hrafnistu bjó hún í Sólheimum 23.
Á Rauðalæk var heimili hennar opið öllum sem leið áttu á Rauðalæk, og
ófáir voru þeir sem þáðu greiðasemi húsmóðurinnar, enda heimilið á þessum
árum líkt og umferðarmiðstöð.
Hún var húsmóðir fram í fingurgóma, gestrisin og góð heim að sækja. Og
baksturinn var í sérlegu uppáhaldi. Hann var hennar líf og yndi og þá ekki síst
til að gefa og gleðja. Ófáar voru kökurnar, kleinupokarnir og flatkökurnar sem
hún gaukaði að vinum og nágrönnum. Leyndarmálið í uppskriftunum hennar,
– ásamt hugarfarinu, var rjómi í stað mjólkur, smjör en aldrei smjörlíki og örlít-
ið meiri sykur. Úr þessum uppskriftum gat aldrei orðið annað en lostæti.
Hún var „amma Stína“ alls ættbogans. Það var aldrei neitt of gott fyrir af-
komendurna og allt vildi hún gera til að gleðja, í stóru sem smáu. En fyrir sjálfri
sér vildi hún ekki láta hafa og lifði hógværu og friðsömu lífi, var heimakær,
fólkið hennar var henni allt og hún þurfti ekki annan félagsskap.
Hún var trúuð kona, kenndi börnunum sínum bænir og hélt fast við sína
barnatrú sem var tengd svo mörgu sterku frá æsku hennar, sem hún minntist og
hélt tryggð við. Hún söng í kirkjukórnum við Árbæjarkirkju og þótti innilega
vænt um gömlu sóknarkirkjuna sína, Marteinstungukirkju.
Hún hafði gaman af að ferðast með sínum nánustu, aðallega að fljúga, og það
var flugið – ferðalagið sjálft – sem henni þótti skemmtilegast.
En æskustöðvarnar löðuðu og hvergi fannst henni fegurra en í Holtunum,
og engin sveit var henni kærari og hún vissi fátt skemmtilegra en að heimsækja
þær og minnast sveitunganna gömlu og vina og nágranna sem hún ólst upp
með. Sérstaklega merluðu í muna minningar hennar um tímann þegar hún naut
uppfræðslunnar, þegar hún ásamt öðrum börnum sveitarinnar sóttu farskólann
í Marteinstungu og lágu við í Bjálmholti.
Hún var dagfarsprúð kona, hafði milda framkomu, glaðlynd en dul á tilfinn-