Goðasteinn - 01.09.2022, Blaðsíða 197
195
Goðasteinn 2022
Flensborgarárin var hún kaupakona á nokkrum bæjum í Fljótshlíðinni, bæði á
Breiðabólstað, Teigi, Hlíðarendakoti og Múlakoti, en þar var hún fengin til að
kenna tveimur fötluðum systrum, sem henni fórst vel úr hendi. Margrét fór svo
að vinna í Kaupfélagi Rangæinga á Hvolsvelli lýðveldisárið 1944, og var þar
með alkomin í Hvolsvöll.
Margrét giftist Pálma Eyjólfssyni, síðar sýslufulltrúa, í Breiðabólstað-
arkirkju 20. apríl 1946. Pálmi var fæddur í Reykjavík, sonur hjónanna Guðríðar
Magnúsdóttur, rjómabústýru, og Eyjólfs Gíslasonar, innheimtumanns, en ólst
upp í Neðra-Dal undir Eyjafjöllum frá því hann missti móður sína 9 ára gamall.
Hjónaband þeirra Margrétar og Pálma var afar ástúðlegt, og þau voru samtaka
um allt er máli skipti. Strax í upphafi hjúskapar síns reistu þau sér hús að Hvols-
vegi 19 og áttu þar heima síðan. Þar var rausnargarður um þjóðbraut þvera, og
heimilið sveipað hlýju, glaðværð og gestrisni, og þar ræktaði Margrét garðinn
sinn vel, bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Vegna starfa þeirra hjóna á
Sýsluskrifstofunni bárust þeir sem þangað áttu erindi oft heim á Hvolsveginn
með húsráðendum í mat eða kaffi, og það kom jafnvel fyrir að yfirvaldið fengi
þar aðstöðu til að stinga fólki í gæsluvarðhald stundarkorn þegar svo bar undir!
Allt var þetta jafnvelkomið af hálfu húsráðendanna beggja, sem bæði höfðu
góðan húmor, jafnt fyrir sjálfum sér og hinum sérstæðu hliðum mannlífsins,
og fátt lét Margrét raska ró sinni eða koma sér úr jafnvægi. Margrét átti heima
á Hvolsveginum í 75 ár, þar af ein í sínum ekkjudómi síðustu 15 árin, en Pálmi
lést 12. október 2005 í Austurríki þar sem þau hjón voru á ferðalagi.
Börn Margrétar og Pálma eru þrjú. Elst er Guðríður Björk, fædd 1945. Hún
er sölu- og skrifstofumaður, og átti Guðmund Ingvar Guðmundsson, stýrimann,
sem lést 2002. Börn þeirra eru Hrefna og Pálmi, og barnabörnin eru þrjú. Í mið-
ið er Ingibjörg, fædd 1949, fyrrverandi alþingismaður og heilbrigðisráðherra.
Eiginmaður hennar er Haraldur Sturlaugsson, fyrrum framkvæmdastjóri, og
eiga þau fjóra syni: Sturlaug, Pálma, Ísólf og Harald, 15 barnabörn og tvö
barnabarnabörn. Yngstur barna Margrétar og Pálma er Ísólfur Gylfi, fæddur
1954, fyrrverandi alþingismaður og sveitarstjóri. Hann er kvæntur Steinunni
Ósk Kolbeinsdóttur, verkefnastjóra. Börn þeirra eru Pálmi Reyr, Margrét Jóna,
Kolbeinn og Birta, og barnabörnin eru átta.
Öllum þessum hópi var Margrét afar náin, og fjölskyldu sinni allri sinnti
hún af mikilli alúð og umhyggju. Hún fylgdist vel með vexti og viðfangsefnum
afkomendanna og lét t.d. aldrei afmælisdag nokkurs þeirra framhjá sér fara.
Tryggði hún ævinlega að frá sér bærist umslag með afmæliskveðju og pen-
ingaseðli til afmælisbarnsins í tæka tíð.
Enda þótt Margréti hafi ekki litist meira en svo á sig í Hvolsvelli í upphafi,