Goðasteinn - 01.09.2022, Page 198
196
Goðasteinn 2022
þegar hún, bráðung kona, var farin að byggja sér hús í þorpi þar sem aðeins
voru sex hús fyrir, og framtíðin því lítt mótuð og óljós, þá var hún fljótt valin
til forystu ýmissa verkefna í samfélaginu. Dró hún plóginn lengi í mikilvægu
uppbyggingarstarfi menningar og manndóms í vaxandi byggð, sem hún sinnti
af mikilli alúð. Án vafa hafði hún sterk áhrif á þorpsbraginn og stuðlaði leynt
og ljóst að þeirri samheldni íbúanna sem stóðu saman eins og ein fjölskylda í
blíðu og stríðu. Margrét var um tíma formaður Kvenfélagsins Einingar á Hvols-
velli og var heiðursfélagi þess. Hún sat í fyrstu stjórn félagsheimilisins Hvols
og stýrði ungmennastarfi Barnastúkunnar Njálu. Margrét söng með kirkjukór
Stórólfshvolskirkju lengi, og hún sá um kirkjuna um árabil og bar hag þess litla
helgidóms og starfsins þar mjög fyrir brjósti.
Meðal annarra helstu áhugamála Margrétar var bóklestur og hannyrðir.
Fram í andlátið var hún með hugann við prjónaskapinn og lét eftir sig á prjón-
unum hálfprjónaða sokka á Harald, tengdason sinn! Hún var ljóðelsk mjög og
kunni utanbókar ógrynni kvæða og texta sem hún vitnaði oft til orðrétt eftir
minni sem aldrei skeikaði. Hún var næm á merkingu texta og las ljóð upphátt
fyrir aðra af mikilli tilfinningu. Hún átti því alltaf erfitt með að þola ef rangt
var farið með kveðskap og aðra ívitnaða texta og var ekki sein á sér að leiðrétta
slíkt þegar þurfti. Margréti leiddist aldrei að koma innan um fólk og naut sín vel
á samkomum af öllu tagi. Hún hafði mikla ánægju af leikhúsferðum og leiklist,
þorrablót Hvolhreppinga voru ómissandi þáttur í menningardagskrá vetrarins,
þar sem hún var hrókur alls fagnaðar eins og víðar, og ferðalög voru hennar líf
og yndi, hvort sem voru langferðir út í heim eða bara stuttur bíltúr um nágrenn-
ið á fallegum degi.
Margrét helgaði sig heimilisstörfunum meðan börnin voru ung og smá, en
fór að vinna sem tryggingafulltrúi á Sýsluskrifstofunni á Hvolsvelli árið 1965,
og þar starfaði hún óslitið til sjötugs. Hún var nákvæm og samviskusöm í því
starfi sem öðrum viðfangsefnum sínum og ávann sér traust og vinsældir við-
skiptamanna og samstarfsfólks á Sýsluskrifstofunni.
Margrét var sterkur persónuleiki í hógværð sinni og rósemd, sem að sínu
leyti voru hennar aðalsmerki. Hún var hæglát í framkomu og æðraðist ekki yfir
hlutunum, skipti sjaldan skapi, nema þá helst fyrir kosningar þegar henni gat
hitnað í hamsi! Margrét var merkiskona af því sem hún var og sem hún vann.
Hún var á þann hátt góð og sterk fyrirmynd í verkum sínum og ætlaðist ekki
til annars af öðrum en hún ætlaði sjálfri sér. Hún var opin og víðsýn trúkona,
næm fyrir anda sínum og sál og vissan um æðri veruleika, handan þess sem séð
verður með augunum, var henni ekkert launungarmál.
Margrét var heilsuhraust alla ævi, en síðustu mánuðina tóku dagar hennar að