Goðasteinn - 01.09.2022, Page 204
202
Goðasteinn 2022
2) Óskar Örn er giftur Kristbjörgu Jónsdóttur, hans börn eru Gígja, Birta,
María Sif og Ólafur Benedikt, börn Kristrúnar eru Auður Tinna og Svala.
Langafabörn Ólafs eru orðin 10.
Leiðir þeirra hjóna skildu eftir 7 ára samfylgd en ætíð voru samskiptin á
góðum nótum og velferð barnanna höfð að leiðarljósi. Ólafur réði sig til starfa
í Keflavík og þangað flutti hann og kom sér upp heimili. Þá hóf hann sambúð
með Elvu Hólm, þau slitu samvistum. Ólafur hóf síðar sambúð með Önnu S.
Jónsdóttir árið 1990 og áttu þau sitt heimili í Kópavogi en fljótlega eftir að þau
kynntust greindist Anna með krabbamein og lést 1993. Upp frá því kaus Ólafur
að búa einsamall í íbúð sinni í Keflavík. Er hann lét af störfum fluttist hann í
Mosfellsbæ til að vera nær börnum sínum og barnabörnum.
Hann var duglegur að sinna fólkinu sínu, hverja helgi lagði hann leið sína til
Reykjavíkur þar sem hann kom við í Kolaportinu og keypti fisk og sælgæti fyrir
börnin. Í minningarorðum skrifa börnin um hve gott það var að heimsækja afa,
afa í Kefló og seinna, afa í Mosó. Hann tók af alúð og hlýju á móti þeim og dekr-
aði við þau eins og góðir afar gjarnan gera, með ferð í ísbúðina, sætindum í skál
og appelsín í ísskápnum. Þau minnast þess hve handlaginn hann var, ef eitthvað
þarfnaðist lagfæringar þá var jafnan haft á orði: „ Afi getur lagað þetta!“ Og
eins og þau orðuðu það þá hafði draugaherbergið inn af herberginu hans afa sitt
aðdráttarafl. Herbergið dularfulla var málningarstúdíóið hans Ólafs, þar kenndi
hann þeim réttu handtökin þegar kom að því að draga pensilinn eftir striganum
og þar bjó hann til falleg verk sem mörg hver eru í eigu barnanna. Munirnir sem
hann sankaði að sér á ferðalögum urðu miklir dýrgripir í augum barnanna og að
spjalla um bíla var alltaf ánægjulegt. Óli afi þeirra var ekki margorður en sög-
urnar sem hann sagði og setningarnar sem út úr honum hrukku komu þeim oft
til að skellihlæja. Símtöl á afmælisdögum, lambalærið á þrettándanum og sam-
vera um áramót, allt eru þetta dýrmætar minningar sem ég bið Guð að blessa.
Ólafur var rólyndismaður, sýndi jafnan skapstillingu og mætti verkefnum
lífsins af miklu jafnaðargeði. Hann hafði mjög svo gaman af ferðalögum til út-
landa, já þrátt fyrir að kunna litla sem enga ensku þá ferðaðist hann helst á staði
þar sem fátt er um ferðamenn og þá voru Bændaferðirnar gjarnan fyrir valinu.
Hann var listrænn og fór sú guðsgjöf vel saman við þá handlagni sem honum
var gefin í vöggugjöf. Hann málaði myndir og skar út í við og sem fyrr segir þá
kom hann sér upp vinnuaðstöðu heima við og undi þar vel sínum hag. Hann las
einnig mikið, bækurnar Útkall vöktu með honum áhuga og átti góður krimmi
eftir Arnald eða Yrsu vel heima í hans bókahillu.
2017 fór Ólafur í eftirminnilega ferð til útlanda ásamt fjölskyldunni. Það
gladdi hann að eiga góðar stundir með fólkinu sínu í sólinni, hann naut þess