Goðasteinn - 01.09.2022, Blaðsíða 206
204
Goðasteinn 2022
Fyrstu æviárin sín bjó Patrekur á Selfossi og í Hveragerði ásamt fjölskyld-
unni sinni en árið 2013, þegar Patrekur var 7 ára, þá fluttist fjölskyldan í
Þykkvabæinn, í Búð I þar sem þau stunda búskap, m.a. með með hross og
sauðfé. Patrekur Jóhann var metnaðarfullur framtíðarbóndi og hafði mikinn
áhuga á allri ræktun, hvort sem það var skepnu- eða gróðurrækt.
En hver var hann Patrekur? Hann var sonur, frumburður foreldra sinna, stóri
bróðir, barnabarn og langömmubarn, frændi og vinur, hænsna- og andarækt-
andi, eggjasölumaður, knapi, fjórhjóla- og krossarakappi og svo miklu, miklu
meira. Hann var hugrakkur, lífsglaður og ófeiminn við að vera hann sjálfur og
hann átti auðvelt með að blanda geði við alla, háa sem lága, eldri sem yngri
Hann var góður við þau sem minna máttu sín, bæði fólk og skepnur. Hann lifði
fyrir hestaferðir og gat ekki beðið eftir sumrinu og hann hlakkaði mikið til að
fara þvers og kruss um landið í mörgum hestaferðum.
Það var aldrei nein lognmolla í kringum hann og hann dreif í hlutunum og
stundum fór hann aðeins á undan sjálfum sér. En hann var góður drengur, eða
eins og amma Dídí sagði alltaf þegar hann var lítill: Hann var draumadrengur.
Patrekur var nemandi í 9. bekk í Grunnskólanum á Hellu þar sem hann átti
góða vini og félaga og hann skilur eftir sitt stórt skarð í lífi margra, sem erfitt
verður að fylla. Hann og pabbi hans voru vanir að bralla eitt og annað saman
og Patrekur var einstaklega duglegur í búskapnum og enginn var betri en hann
í sauðburðinum og vélaviðgerðir vöfðust aldrei fyrir honum. Hann gafst ekki
upp fyrr en í fulla hnefana en það gerðist varla. Hann hafði alltaf tíma til að
hjálpa mömmu sinni, t.d. með því að líta eftir Þormari Fálka og hann taldi það
ekki eftir sér, enda einstakur stóri bróðir og hann og Lotta áttu gott systkina-
samband.
Í haust þegar Patrekur fermdist þá valdi hann sér ritningarvers eins og önnur
fermingarbörn. Hann valdi sé ritningarvers úr Jóhannesarguðspjalli sem stend-
ur í 14. kaflanum en þar er Jesús að undirbúa vinkonur sínar og vini fyrir það
sem tekur við þegar hann er horfinn þeim. Jesús sagði m.a. við vinahópinn sinn
til að hugga þau: ,,Ég lifi og þér munuð lifa.“ Í fermingarræðunni hans talaði
ég m.a. um það að á jörðinni byggi fjöldinn allur af fólki, milljarðar, eiginlega
óteljandi eða næstum því. En samt eru engin tvö okkar eins. Það eru margir sem
eru líkir en samt ekki alveg nákvæmlega eins, ekki einu sinni eineggja tvíburar,
því hver manneskja er einstök, bæði að innan sem utan. Við fáum samt skilaboð
oft á dag um það að við eigum öll að vera eins og ekki skera okkur úr á nokkurn
hátt og sérstaklega er það unga fólkið sem tekur þessi skilaboð til sín. Að þora
að vera þú sjálf eða sjálfur er að þora að vera öðruvísi og að hafa hugrekki til
að fylgja eigin sannfæringu og gera það sem þér finnst rétt. Og Patrekur var svo