Goðasteinn - 01.09.2022, Síða 209
207
Goðasteinn 2022
Sigríður Pálsdóttir
frá Fit undir Eyjafjöllum
f. 24.10. 1930 – d. 27.1. 2021
Útför 6. febrúar 2021 frá Stóra-Dalskirkju
Sigríður Pálsdóttir fæddist á Fit undir Eyjafjöllum 24.
október 1930. Hún lést á Landspítalanum 27. janúar s.l.
Foreldrar hennar voru hjónin Jóhanna Ólafsdóttir húsfreyja á Fit, f. 1901, d.
1982, og Páll Guðmundsson bóndi á Fit, f. 1893, d. 1986. Alsystkini hennar
voru Guðmundur, Markús, Ólafía, Guðsteinn og Vigdís, sem öll eru látin. Eft-
ir lifandi bræður hennar eru Viggó og Þórdór. Systkini hennar samfeðra voru
Eggert, Ásdís og Ólafur, öll látin. Uppeldisbróðir hennar var Einar Sigurjóns-
son, einnig látinn.
Þau voru ekki farin að telja að neinu gagni, lífárin hennar Siggu á Fit, þegar
ungi bóndinn í Bjóluhjáleigu í Ásahreppi var tekinn að gefa henni hýrt auga
– og hún honum. Þetta var Baldur Ólafsson sem hafði þá þegar stofnað til
búskapar við hlið foreldra sinna heima í Bjóluhjáleigu, en foreldrar hans voru
hjónin Hrefna Jónsdóttir, f. 1905, d. 1991, og Ólafur Markússon frá Dísukoti í
Þykkvabæ, f. 1905, d. 1980. Reyndar er rétt að geta þess að löngu síðar sagði
Sigga af sinni kunnu hreinskilni, að hún hefði getað náð í hvern sem væri, en
Baldur hafi bara verið langsætastur.
Sigríður og Baldur hófu búskap sinn í Bjóluhjáleigu og bjuggu þar árin 1954
til 1957, en vegna veikinda móður hennar fluttu þau að Fit og hófu þar búskap
af mikilli elju. Sigríður annaðist móður sína lamaða heima meðan hún lifði.
Slík fórnfýsi finnst ekki á nokkrum bæ hér á landi lengur, liggur mér við að
álykta.
Skemmst er frá því að segja að þeim hjónum búnaðist alla tíð vel og barna-
lánið fylgdi þeim, en synir þeirra eru:
Ólafur, f. 14. september 1952, maki: Gunnheiður Guðlaug Þorsteinsdóttir, f.
1954, bændur á Fit. Börn þeirra eru Ragnheiður, Jóhanna og Sigríður Björk.
Jóhann, f. 12. maí 1955, maki: Svanhvít Ólafsdóttir, f. 1957, búsett í Mos-
fellsbæ. Börn þeirra eru Marý Linda, Elín og Lóa.
Óskar, f. 30. september 1961, maki: Kristín Rós Jónsdóttir, f. 1964, búsett í
Reykjavík. Börn þeirra eru Baldur Freyr, Hólmfríður Jóna og Ástrós. Ömmu-
börnin eru sem sagt 9 og langömmubörnin eru 20.