Goðasteinn - 01.09.2022, Síða 215
213
Goðasteinn 2022
Sigrún var sjálfstæð kona sem gerði það besta úr sínu lífi og vildi ekki láta
hafa fyrir sér, enda stolt kona, helgaði líf sitt heiðarleik, ákveðni og dugnaði.
Hún var gjörsamlega laus við tilgerð og öll hennar framkoma kom beint frá
hjartanu. Traustið, orðheldnin og viljinn til að gera vel. Þessi gildi kristölluðust
í allri framgöngu hennar í lífinu. Hún lagði allt upp úr því að skulda engum
neitt og standa sig á öllum sviðum í hvívetna og skilar nú við leiðarlok góðu og
farsælu dagsverki.
Síðastliðinn fjögur ár dvaldist hún á hjúkrunarheimilinu Lundi og þar and-
aðist hún 8. nóvember sl. – 88 ára að aldri.
Útför hennar var gerð frá Kálfholtskirkju 27. nóvember 2021.
Sr. Halldóra J. Þorvarðardóttir
Sigurbjartur Sigurðsson
frá Tobbakoti
f. 25.6. 1924 – d. 12.5. 2021
Sigurbjartur Sigurðsson fæddist í Tobbakoti í Þykkva-
bæ 25. júní 1924. Foreldrar hans, er þar bjuggu, voru
hjónin Hallfríður Sigurðardóttir, sem þar var borin og
barnfædd, og Sigurður Björnsson frá Búð í sömu sveit. Sigurður var seinni
maður Hallfríðar, en hún var áður gift Sigurgeiri Gíslasyni frá Húnakoti, sem
lést 1916. Börn þeirra og hálfsystkin Sigurbjarts voru Guðbjörg Svava og Sig-
urgeir Óskar, sem bæði eru látin. Hallfríður, móðir Sigurbjarts, lést 2. ágúst
1977, 83ja ára að aldri, og Sigurður, faðir hans, féll frá réttum átta árum síðar,
2. ágúst 1985, 85 ára að aldri.
Sigurbjartur ólst upp í Tobbakoti og vandist þar við öll almenn bústörf og
var nátengdur átthögum sínum í Þykkvabæ alla ævi. Móðurbróðir hans, Guðjón
Sigurðsson, bjó þar með foreldrum hans og hafði mikil áhrif á frænda sinn, sem
oft vitnaði til Guðjóns og hvernig hann hefði farið að við hlutina. Af honum
lærði Sigurbjartur handtökin við smíðar, bæði á tré og járn, sem reyndist hon-