Goðasteinn - 01.09.2022, Side 220
218
Goðasteinn 2022
Sigurveig Guðjónsdóttir
f. 6.7. 1948 – d. 25.9. 2021
Sigurveig fæddist 6. júlí 1948 á Hlíðarenda í Fljótshlíð.
Foreldrar hennar voru Guðjón Helgason frá Hlíðarenda
og Sigríður Björnsdóttir frá Rauðnefsstöðum. Sigurveig
var yngst fjögurra alsystkina, en systkini hennar eru
Hjörtur, Örn Helgi og Björn. Hálfsystkini eru Pálmi,
Ágústa, Ragnheiður, Bergþór, Ísleifur Helgi, Þorsteinn og Sigurgeir.
Sigurveig giftist Sigfúsi Traustasyni. Sigfús fæddist 29. maí 1945 og var
frá Hörgshóli, Þverárhreppi í Vestur-Húnavatnssýslu. Sigfús lést 18. maí og er
jarðsettur á Melstað í Miðfirði. Sigurveig og Sigfús eignuðust 5 börn. Þau eru
Sigríður Helga, Árni, Guðjón Trausti, Björn og Sigurður Ellert. Barnabörnin
eru 15 og barnabarnabörn eru 9.
Sigurveig ólst upp við aðstæður sem gátu verið krefjandi fyrir lítið barn.
Fjölskyldan flutti oft og því fylgdi mikið rót. Þrátt fyrir að lífið hafi oft reynst
erfitt, þótti henni alltaf vænt um sveitina sína og naut sín hvergi betur en í fal-
legri náttúrunni. Foreldrar hennar skildu svo þegar hún var komin á unglingsár
og flutti hún með mömmu sinni og var einnig að aðstoða föður sinn með hálf-
systkinin. Móðir hennar lést þegar hún var táningur og var móðurmissirinn
mikið áfall. Munda móðursystir hennar reyndist henni mjög vel og gekk henni í
móðurstað. Á þessum tímapunkti þurfti hún enn og aftur að byrja að fóta sig á
ný í lífinu á nýjum stað í allt öðrum aðstæðum. Hún flutti til Svöfu móðursystur
sinnar á Selfossi og gekk í fjölbrautaskólann þar.
Veiga kynnist manni sínum á Selfossi og fluttu þau til Vestmannaeyja. Eig-
inmaður hennar gerðist sjómaður og hún varð fiskverkakona. Í Vestmannaeyj-
um eignuðust þau 2 börn. Þann 23. janúar 1973 hófst eldgos í Heimaey og fjöl-
skyldan þurfti að flýja upp á land eins og allir aðrir. Ekki fóru þau aftur til baka
eftir að gosi lauk. Eiginmaður hennar vann við ýmis störf í gegnum tíðina og
flutti fjölskyldan oft búferlum. Veiga var alltaf sú sem hugsaði um börnin og lét
hlutina ganga upp. Þau voru dugleg að ferðast innanlands, bæði í tjaldi og síðar
á húsbíl. Yfirleitt ferðuðust þau á heimaslóðir sínar og þá var sannarlega ekki
tjaldað á neinum tjaldsvæðum, heldur helst í fallegri laut.
Árið 1997 greindist Veiga með lungnakrabbamein sem henni tókst að sigrast
á. Árið 2000 fluttu þau á Laugarbakka í Miðfirði og gerðust gróðurhúsabændur.
Þar voru þau hjónin með ræktun þar sem þau ræktuðu meðal annars tómata,
gúrkur, paprikur og blóm í gróðurhúsinu Skrúðvangi. Ræktunin þeirra var líf-