Goðasteinn - 01.09.2022, Page 223
221
Goðasteinn 2022
arvél sem ekkert væri. Hann var ekki langskólagenginn maður en hann átti
auðvelt með að tileinka sér nýjungar á augabragði, hvort sem um var að ræða
rafsuðu, sem hann lærði á örfáum mínútum eitt árið, eða viðgerðir á hinu og
þessu og járnsmíðin lék í höndum hans.
Skúli kunni best við sig heima við og var lítið að ferðast að heiman, hann
lét Drífu sína og strákana um það og þau komu með heiminn til hans og sögðu
honum frá ferðum sínum. Hann ferðaðist þó um sína sveit og nokkrum sinnum
fór hann með strákunum að Fjallabaki og einu sinn a.m.k. gekk hann á Heklu.
Kirkjan á Keldum var hans kirkja og starfaði hann í sóknarnefnd Keldna-
kirkju til margra ára, allt til dauðadags. Og þó honum hafi þótt það þyngra en
tárum taki að bregða búi, þá var hann ánægður með að vita af kirkjunni sinni
og gömlu húsunum í öruggum höndum hjá Þjóðminjasafninu.
Á stundum, þegar fólk kom hingað að Keldum og hitti Skúla fyrir, og hann
sagði þeim sögu staðarins og ræddi þá m.a. um Ingjald á Keldum eða Gunnar
á Hlíðarenda, var nánast eins og hann væri að tala um vini sína sem enn væru
hér á staðnum. Hann þekkti sögur Njálu betur en margur annar og gat dregið
upp ljóslifandi sögur af þeim atburðum sem þar er lýst.
Skúli vildi hvergi vera annars staðar en heima á Keldum, en hann fór þó til
hvíldardvalar á Lundi, þar sem vel var hugsað um hann, en hann hafði átt við
alvarleg veikindi að stríða undanfarin ár. Hann var ef til vill veikari en margur
gerði sér grein fyrir því hann dvaldi í skjóli Drífu sinnar sem hugsaði ein-
staklega vel um hann í veikindum hans, en hann lést á Lundi hinn 19. október
síðastliðinn, 74 ára að aldri.
Sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir