Goðasteinn - 01.09.2022, Page 224
222
Goðasteinn 2022
Svava Þuríður Árnadóttir
f. 9.6. 1927 – d. 17.2. 2021.
Útför frá Þykkvabæjarkirkju 27.2. 2021
Svava Þuríður Árnadóttir var fædd í Snjallsteinshöfða-
hjáleigu í Landsveit hinn 9. júní árið 1927. Foreldrar
hennar voru þau Margrét Loftsdóttir og Árni Sæmunds-
son. Þau hjónin eignuðust 6 börn og af þeim lifir nú Guðlaugur, tvíburabróðir
Svövu, hin voru þau Lovísa Anna, Sæmundur, Sigríður Theódóra, og yngst var
Rut.
Þegar Svava var 11 ára flutti fjölskyldan að Bala í Þykkvabænum og settist
hún á skólabekk í Barnaskóla Þykkvabæjar sem hafði verið stofnaður árið 1892
og var fyrsti sveitaskólinn á Suðurlandi. Síðar átti Svava eftir að fara á Hús-
mæðraskólann á Laugarvatni.
16 ára gömul réð hún sig sem vinnukonu í Reykjavík, eða í vist. Í Reykjavík-
inni kynntist hún honum Jóni sínum sem síðar varð eiginmaður hennar, þau
hófu búskap í Selásnum í Reykjavík en fluttu síðar í Bala. Jón var fæddur í
Bjarnareyjum við Breiðafjörð og foreldrar hans voru þau Ragnheiður Ágústína
Sigurðardóttir og Árni Jónsson.
Þau Svava og Jón gengu í heilagt hjónaband 10. júlí árið 1948 og börnin
komu hvert á eftir öðru. Fyrstur kom Sæmundur og á eftir honum Árni, sem lést
árið 2018, þá Margrét og Ragnheiður, sem lést árið 2019, og svo komu 3 börn
hvert á eftir öðru, þau Elín, Loftur Andri og Pálmi. Börnin urðu því samtals
7 og komu öll í heiminn á 10 árum. Jón átti dóttur fyrir, hana Guðrúnu Láru
sem alltaf var ein af fjölskyldunni, en hún lést árið 1997. Tengdabörnin hennar
Svövu eru: Þórunn, Esther, Jón, Júlíus og Sjöfn.
Barnabörnin eru 20, langömmubörnin 38 og langa-langömmubörnin 3.
Það var nóg að gera í Bala með búskap og börn og sjaldan féll henni Svövu
verk úr hendi. Þó verkefnin væru ærin heima fyrir, þá sótti Svava samt vinnu út
fyrir heimilið og sá meðal annars um bakkelsið í virkjununum við góðan orðs-
tír og saumaði vinnuvettlinga á saumastofunni í Þykkvabænum. Svo seldi hún
egg, en hún hélt fjöldann allan af hænum.
En það var ekki bara fólkið uppi í virkjunum sem kunni að meta bakkelsið
hennar heldur voru pönnukökurnar hennar taldar ómissandi ef eitthvað stóð
til og alltaf pantaðar þegar kvenfélagið stóð fyrir veitingum af einhverju tagi,
en Svava var virkur félagi í kvenfélaginu. Brúnterturnar hennar eru í minnum