Goðasteinn - 01.09.2022, Page 226
224
Goðasteinn 2022
Tryggvi Ingólfsson
f. 16.3. 1950 – d. 5.7. 2021
Tryggvi Ingólfsson var fæddur í Neðri-Dal undir Vest-
ur-Eyjafjöllum 16. mars árið 1950. Hann var sonur
Þorbjargar Eggertsdóttur og Ingólfs Ingvarssonar. Af
systkinum Tryggva eru látin þau Ingvar og Svala og þá
fæddist foreldrum Tryggva andvana stúlka. Lilja kveður
bróður sinn sem og fóstursystir Tryggva, Ásta Gréta Björnsdóttir. Tryggvi ólst
upp í Neðri-Dal, hann var duglegur til verka og natinn og góður við skepn-
urnar, mikill hunda- og hestakall strax frá unga aldri. Dálítið stríðinn og galsi
í honum. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Skógaskóla árið 1966 og fór ungur að
vinna fyrir sér.
Það má með sanni segja að Tryggvi og Elísabet kona hans hafi alla tíð ver-
ið á sömu þúfunni. Elísabet er frá Vatnsdal í Fljótshlíð, mikil fjölskyldu- og
hestakona, dóttir Þorgerðar Guðrúnar Sveinsdóttur og Andrésar Magnússonar.
Þau Tryggvi og Elísabet stigu dansinn í Hvolnum og gengu í hjónaband á
nýársdag 1972. Börn þeirra hjóna urðu 4.
Fyrir átti Tryggvi soninn 1) Guðmund og á hann einn son, Kristófer Orra.
Börn Tryggva og Elísabetar eru:
2) Finnur Bjarki, giftur Magneu Þórey og börn þeirra eru Hilmar Tryggvi,
Andrea Ósk og tvíburarnir Bjarki Leó og Bjartur Elí.
3) Berglind Elva, hennar sonur er Róbert Sindri.
4) Þorbjörg, gift Guðmundi Ármanni, þeirra börn eru Böðvar Thor, Elvar
Atli og Elísabet Talía.
5) Aníta Þorgerður, í sambúð með Árna Fal.
Langafabarn Tryggva er Birna Þórey.
Tryggvi dró björg í bú eins og gengur og unnu þau hjónin hörðum höndum
að því að koma sér upp heimili að Hvolsvegi 11. Hann sótti sjóinn og stundaði
vertíðar frá Vestmannaeyjum og Þorlákshöfn. Árið 1973 ákváðu þau hjónin að
flytja til Eyja yfir vertíð til þess að þéna góðan pening vegna byggingafram-
kvæmdanna. Sjálfur segir hann svo frá:
„Við lögðum af stað, í góðri trú og lögðumst til svefns. Um hálf þrjú leytið
um nóttina vorum við ræst af einum úr áhöfn Herjólfs. Hann sagði okkur þau
tíðindi að allsendis óvíst væri hvort farið yrði inn til Eyja því eldgos væri hafið
í Helgafelli. Ég trúði manninum alls ekki, sem vonlegt var.“
Á öðrum stað lýsir hann ástandinu í Eyjum á áhrifaríkan hátt: „Ég var vanur