Goðasteinn - 01.09.2022, Blaðsíða 234
232
Goðasteinn 2022
Samskipum, kvæntur Ólafíu Guðrúnu Kristmundsdóttur. Börn þeirra eru Lára
Rún og Haukur Sörli. Næstelstur er Gunnar Hermann, fæddur 1956, véltækni-
fræðingur og framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar ehf., kvæntur Arn-
björgu Önnu Guðmundsdóttur. Börn þeirra eru Gréta og Sigurður Gunnar, og
sonur Arnbjargar er Bjarni. Næstyngstur sonanna fjögurra var Pétur Sigurður,
fæddur 1962. Hann var vélfræðingur að mennt og vélstjóri á Hellisey frá Vest-
mannaeyjum sem fórst 11. mars 1984. Yngstur er Sveinn, fæddur 1969, vélvirki,
eigandi og framkvæmdastjóri að Micro ryðfrí smíði ehf., kvæntur Sigurborgu
Hrönn Sigurbjörnsdóttur. Börn þeirra eru Melkorka Rún, Davíð, sem dó í fæð-
ingu 1995, Rakel Hrönn og Andri Pétur. Langömmubörn Rúnu eru tíu.
Hjónaband Rúnu og Sigurðar var afar ástúðlegt og þau stóðu þétt saman í
gleði og raunum lífsins, byggðu upp heimili sitt og fjölskyldu af kærleika og
ástúð, og uppskáru eins og þau sáðu til. Sonarmissirinn, þegar Pétur fórst fyrir
37 árum, gekk nærri þeim sem vonlegt var, en með samstöðu sinni og fjöl-
skyldunnar allrar tókst þeim að yfirstíga þá þungu raun. Rúna hafði gjarnan að
viðkvæði að maður yrði að taka því sem að höndum bæri í lífinu Trú hennar,
sem hún bar þó aldrei á torg, reyndist henni líka haldgóð í sorginni, og vissan
um nálægð Guðs, sem fylgir manneskjunni gegnum dalina dimmu á ævigöng-
unni, brást henni aldrei.
Rúna og Sigurður reistu sér sumarbústað í landi Minni-Valla 1981, er þau
nefndu Sólvelli, sem síðan var griðastaður og athvarf fjölskyldunnar í frístund-
um. Þar hafa synirnir og fjölskyldur þeirra einnig reist sér sína eigin sumarað-
stöðu, svo stórfjölskyldan öll hefur fengið að njóta ávaxtanna af erfiði og dugn-
aði Rúnu og Sigurðar í upphafi. Rúna undi sér vel á Sólvöllum, sérstaklega
þegar bústaðurinn var fullur af fólki sem dansaði og söng, og þangað fór hún
eins oft og hún lifandi gat, síðast aðeins viku fyrir andlátið, þegar fjölskyldan
kom saman til að fagna 40 ára afmæli Sólvalla.
Rúna var jákvæð kona, bjartsýn og umtalsfróm, og vinatryggð hennar og
ljúflyndi var kunnugt öllum sem urðu henni samferða lengur eða skemur á lífs-
leiðinni. Ótal börn sem voru hjá henni á Rúnuróló hafa vikið sér að henni hér
og þar á förnum vegi og rifjað upp gæðastundirnar hjá henni á róluvellinum,
þar sem þau soguðust að henni eins og svarf að segli, og skynjuðu að umhyggja
hennar fyrir þeim var heil og ósvikin. Hennar eigin barnabörn urðu jafnvel
svolítið afbrýðisöm yfir þessu, en enginn var skilinn útundan þegar umhyggju-
semi Rúnu var annars vegar. Hún var sérlega örlát kona og rausnarleg í gjöfum
sínum. Hún var gestrisin húsmóðir, reiddi fram dýrindis veitingar og gætti þess
vel að enginn færi svangur frá henni. En henni þótti líka gaman að skreppa af
bæ, skjótast út að borða, þar sem hún vildi ævinlega splæsa á línuna, eða kíkja