Bókatíðindi - 01.11.2024, Síða 2

Bókatíðindi - 01.11.2024, Síða 2
MIKILVÆGI FYRSTU ÁRANNA Grunnur að lestrargetu barna er lagður strax á fyrstu æviárunum því góður orðaforði og málskilningur er mikilvæg undirstaða fyrir góðan lesskilning síðar meir. FÉLAG LÆSISFRÆÐINGA Á ÍSLANDI HVETUR FORELDRA TIL AÐ LESA DAGLEGA FYRIR BÖRN SÍN FRÁ UNGA ALDRI • eflir málþroska þeirra og þar með talið orðaforða • stuðlar að góðum lesskilningi • stuðlar að góðri tengslamyndun • eykur lestraráhuga • örvar ímyndunaraflið • bætir einbeitingu og athygli • eflir vellíðan • eykur sjálfstraust • er fræðandi LEGGJUM GRUNNINN HEIMA Rannsóknir sýna að ef lesið er fyrir börn frá unga aldri eflir það málþroska þeirra og orðaforða og eykur þannig velgengni þeirra í námi síðar á ævinni. Það er því mikilvægt að foreldrar lesi daglega fyrir börn sín frá unga aldri. Einnig er mikilvægt að halda áfram að lesa fyrir börnin þó að þau séu farin að lesa sjálf. Að lesa fyrir börn ... Hér eru nokkur atriði sem gott er að hafa í huga: Lestrarstundir eru gæðastundir sem skapa áhuga barna fyrir lestri. Útskýrið orð og ræðið við barnið um bókina, sögupersónur og myndir. Vekið eftirvæntingu og forvitni með því að spyrja spurninga út frá efni og myndum. Vekið athygli á ritmálinu, t.d. með því að renna fingri undir textann á meðan lesið er. Hvetjið barnið til að taka þátt í lestrinum, t.d. þegar sama orð eða texti er endurtekinn. Kennið barninu vísur og þulur. Lesið ykkur til ánægju og segið börnunum frá bókunum sem þið eruð að lesa. Farið saman á bókasafnið og hafið bækur sýnilegar á heimilinu.

x

Bókatíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.