Bókatíðindi - 01.11.2024, Page 5
IB
Depill á brunabílnum
Hljóðbók með blikkandi ljósum
Höf: Eric Hill
Þýð: Jakob F. Ásgeirsson
Ba-bú! Ba-bú!
Komdu í skemmtilega heimsókn
með Depli á slökkvistöðina!
10 bls .
Ugla
IB
Depill á ströndinni
Flipabók
Höf: Eric Hill
Þýð: Jakob F. Ásgeirsson
Það er kominn tími til að skreyta
sandkastalann á ströndinni . . .
En hvar er Depill?
Hvað skyldi leynast á bak við flipana í fjörunni?
16 bls .
Ugla
SVK
Skrifum og þurrkum út
Dundað með álfum
Höf: Kirsteen Robson
Verkefnabók fyrir krakka sem eru að byrja að læra
að telja, skrifa tölustafi og þjálfa gott pennagrip .
Tússpenni fylgir með til að spora tölustafi, teikna inn á
myndir, leysa þrautir, komast um völundarhús og skoða
hvað er ólíkt á myndunum . Skemmtileg verkefni sem
þjálfa athyglisgáfuna og hægt að gera aftur og aftur .
22 bls .
Rósakot
IB
Einu sinni var einhyrningshorn
Höf: Beatrice Blue
Þýð: Anna Lea Friðriksdóttir og Dögg Hjaltalín
Veist þú af hverju einhyrningar eru með horn?
Sagan hófst í töfraskógi þegar lítil stelpa fann
pínulitla hesta sem voru að læra að fljúga . En einn
þeirra gat alls ekki flogið! Stelpan tók þá málin í
sínar hendur og hjálpaði litla hestinum að taka gleði
sína á ný . Hvernig ætli hún hafi farið að því?
40 bls .
Salka
IB
Elmar – Gjafasett
Bók og bangsi
Höf: David McKee
Þýð: Jakob F. Ásgeirsson
Gjafasett með hinni sígildu bók um Elmar
og krúttlegum Elmar-bangsa .
Elmar er ekki grár eins og aðrir f ílar . . . Elmar
er litskrúðugur – í regnbogalitum!
40 bls .
Ugla
IB
Fyrstu 100 orð Depils
Flipabók
Höf: Eric Hill
Þýð: Jakob F. Ásgeirsson
Eftirlætis flipabækur barnanna!
Það er gaman að læra fyrstu 100 orðin með Depli og
vinum hans í þessari fallegu og litskrúðugu flipabók .
Á hverri opnu er margt skemmtilegt að uppgötva .
16 bls .
Ugla
IB
Hæ Sámur
Geimmerkið
Höf: Childrens Character books
Þýð: Elín G. Ragnarsdóttir
Hér er Sámur og öll krílin í krílakoti!
Sámur horfir í gegnum sjónauka á eitthvað
sem er langt, langt í burtu í geimnum . Það er
kominn tími til að Sámur kenni krílunum allt
um undur sólkerfisins og plánetanna!
Taktu þátt í skemmtilegu ævintýri með Sámi
og krílunum og fáðu Geimmerkið!
32 bls .
Drápa
SVK
Sokkalabbarnir
Grændís - græn af öfund
Höf: Þorvaldur Davíð Kristjánsson
Myndh: Bergrún Íris Sævarsdóttir
Sokkalabbarnir búa á eldfjallaeyju og það er byrjað
að gjósa í stóra fjallinu! Sokkarnir föndra og teikna
sín eigin eldföll en Grændísi líður eins og eldfjallið
hans Blúsa sé miklu flottara en hennar eigið .
20 bls .
Bókabeitan
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 5GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa
Barnabækur MYNDRÍK AR
Námsgeta.
Lestur
hefur jákvæð
áhrif á
færni í öðrum
námsgreinum,
þar á meðal í
stærðfræði.