Bókatíðindi - 01.11.2024, Side 6
IB
Héraholan
Höf: John Dougherty og Thomas Docherty
Þýð: Anna Lea Friðriksdóttir og Dögg Hjaltalín
Hvað á Skúli skjaldbaka til bragðs að taka þegar
besta vinkona hans . . . hverfur? Héraholan er
áhrifamikil og hjartnæm saga um sorgina sem
fylgir missi og leiðina til að takast á við hana .
40 bls .
Salka
IB
Hlutaveikin
Höf: Þórarinn Eldjárn
Myndh: Sigrún Eldjárn
Jólin nálgast . Freysteinn Guðgeirsson er ungur
drengur sem verður æ spenntari með hverjum degi
sem líður . Biðin er við það að verða óbærileg . Á
endanum koma þau samt og Freysteinn getur loksins,
loksins farið að opna alla jólapakkana . En þá kemur
dálítið í ljós sem reynist erfitt viðureignar þó allt
fari vel að lokum . Myndir gerði Sigrún Eldjárn .
46 bls .
Gullbringa ehf.
IB
Hræðileg gjöf
Höf: Meritxell Martí og Xavier Salomó
Þýð: Elín G. Ragnarsdóttir
Í kvöld verður veislan Heimshryllingur þar sem
koma saman níu verstu skrímsli sögunnar .
Fyrst kom Húsið hennar ömmu og svo Húsið hans
afa . Frá sömu höfundum kemur nú Hræðileg gjöf .
56 bls .
Drápa
IB
Hugrekki
Fyrsta Múmínbókin mín
Höf: Tove Jansson
Þýð: Jakob F. Ásgeirsson
Fullkominn sumardagur til að fara í sjóinn á ströndinni .
En Múmínsnáðinn er hræddur við að fá vatn í eyrun .
Hann vildi óska þess að hann væri hugrakkari .
Mun Múmínsnáðinn læra að skilja að hræðsla
er hluti af því að vera hugrakkur?
16 bls .
Ugla
IB
Hundabeinagrafa, handprjónuð húfa og önd
Höf: Rasmus Bregnhøi
Þýð: Eyja Sigríður Gunnlaugsdóttir
Vinirnir Kisi og Mús finna upp rosalega gagnleg og
sniðug tæki . Í þetta sinn ætla þeir að búa til algjört
snilldartæki, hundabeinagröfu, og það gengur svona
svakalega vel – þangað til að Önd bankar uppá .
Eftir danska verðlaunahöfundinn að Uppfinningar,
handprjónaðar húfur og varasamur köttur .
55 bls .
Benedikt bókaútgáfa
IB
Hvolpasveitin: Hvolpar bjarga fótboltaleik
Höf: Keith Chapman
Þýð: Andri Karel Ásgeirsson
Blíða borgarstjóri skorar á Þokubotn í fótboltaleik
en Sigurviss borgarstjóri og kattaklíka hans
luma á ýmsum klækjabrögðum!
Getur Hvolpasveitin unnið nógu vel saman
til að tryggja sigur gegn borgarstjóranum
og lævísu kettlingunum?
24 bls .
Unga ástin mín
IB
Hvolpasveitin: Voff-voff björgunartæki
Höf: Keith Chapman
Þýð: Andri Karel Ásgeirsson
Skemmtilegar sögur um Hvolpasveit í
leiðangri . Æðisleg upplifun með alvöru stýri
og mörgum tökkum og hljóðum!
10 bls .
Unga ástin mín
IB
Hvolpasveitin: Þjótum til bjargar!
Höf: Keith Chapman
Þýð: Andri Karel Ásgeirsson
Þegar hertoginn af Hvolpabæ mætir óvænt í
afmælisveislu prinsessu Voffaborgar hverfur
skyndilega Voffaborgargimsteinninn!
Þetta virðist vera verkefni fyrir Hvolpasveit!
Geta Róbert og hvolparnir stöðvað þjófinn áður
en hann hífir allt konungdæmið upp til skýja?
26 bls .
Unga ástin mín
IB
Ibbi býður grís góða nótt
Ibbi slekkur í slökkviliðsmanni
Höf: Peter Nordahl
Myndh: Rasmus Bregnhøi
Þýð: Eyja Sigríður Gunnlaugsdóttir
Ibbi er forvitinn, áhugasamur og hjálpsamur .
Hann lendir iðulega í hversdagslegum ævintýrum
en þá er betra að hafa gott hjartalag . Þættir
með Ibba hafa verið sýndir á RÚV .
32 bls .
Benedikt bókaútgáfa
IB
Iða kindastjarna
Höf: Sigtryggur Baldursson
Myndh: Arndís Gísladóttir
Iða er lítil lambgimbur . Hún er kollótt
og kát og alltaf á iði!
En hinar kindurnar hafa horn í síðu hennar .
Þær vilja bíta gras í kyrrð og ró .
32 bls .
Króníka
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa6
Barnabækur MYNDRÍK AR