Bókatíðindi - 01.11.2024, Side 9

Bókatíðindi - 01.11.2024, Side 9
IB Lína bjargar jólunum Höf: Astrid Lindgren Þýð: Silja Aðalsteinsdóttir Það eru komin jól og í litla bænum loga jólaljósin í hverjum glugga, búið er að skreyta jólatrén og pakka inn jólagjöfunum . Öll börnin eru glöð . Nei, reyndar ekki alveg öll . Í húsi einu við Þvergötu sitja þrjú döpur og einmana börn . En þegar Lína birtist óvænt breytist allt því hún veit nákvæmlega hvernig á að bjarga jólunum! 32 bls . Forlagið - Mál og menning IB Ljóni fer í skíðaskóla Höf: Guðný Anna Annasdóttir Myndh: Páll Jóhann Sigurjónsson Krakkarnir í leikskólanum Krakkakór byrja í skíðaskóla . Þau hafa verið að undirbúa sig í hreyfistund fyrir skíðaskólann í langan tíma . En hvað læra krakkar í skíðaskóla? Þessi bók er í flokknum Leikur að lesa 33 bls . Gudda Creative IB Lói: seigla og sigrar Höf: Friðrik Erlingsson og Styrmir Guðlaugsson Myndh: Gunnar Karlsson Sól skín í heiði og lóur og aðrir farfuglar koma fljúgandi í stórum hópum á varpstöðvarnar . Það er þó ekki hættulaust því að fálkinn Skuggi er svangur eftir veturinn og situr fyrir þeim . Bækurnar um Lóa eru byggðar á íslensku kvikmyndinni Lói – þú flýgur aldrei einn sem hefur farið sigurför um heiminn . 64 bls . Bjartur IB Lúlli og einhver Lúlli fær gesti Höf: Ulf Löfgren Þýð: Sigríður Rögnvaldsdóttir og Þórgunnur Skúladóttir Prakkarinn Lúlli er dálítið seinheppinn og lendir stundum í stökustu vandræðum . Hvað getur hann tekið til bragðs þegar allir vinirnir koma í heimsókn og vilja gista? Og hver finnur eiginlega upp á því að stríða honum með því að fylla vettlinginn hans af rúsínum? Yngstu bókaormarnir kunna svo sannarlega vel að meta bækurnar um Lúlla og vini hans! 24 bls . Forlagið - Mál og menning IB Litaskrímslið Læknirinn: sérfræðingur í tilfinningum Höf: Anna Llenas Myndh: Anna Llenas Þýð: Elín G. Ragnarsdóttir Litaskrímslið er nú læknir og hjálpar öðrum að lækna tilfinningar sínar, sérstaklega þær sem eru orðnar svo stórar að þær valda óþægindum . Litaskrímslið hjálpar vinkonu sinni Nínu að átta sig á hvernig henni líður og að læra að segja nei! Litaskrímslið hefur slegið í gegn um allan heim! 48 bls . Drápa IB Maddý og bleika gengið Höf: Ilona Kostecka Þýð: Sólveig Sif Hreiðarsdóttir Hvenær eru yngstu systkini pirrandi? Svarið er alltaf . Sérstaklega ef þú spyrð eldri bróður! En hvað með Maddý litlu systur? Er hún alveg ómöguleg? Þú kemst heldur betur að því þegar þú lest um Maddý og bleika gengið . Skemmtileg bók fyrir börn á leikskólaaldri . 40 bls . Kver bókaútgáfa IB Mamma sandkaka Höf: Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Dalía er komin til fyrirheitna landsins, Tenerife, með pabba sínum . Hann virðist þó ekki skilja að frí eru alls ekki til að hvíla sig og Dalíu er farið að leiðast . En hver skyldi þá birtast og bjarga málunum nema…æi, ætli það sé ekki best að þú lesir bókina til að komast að því . 56 bls . Salka IB Matti: saga af drengnum með breiða nefið Höf: Elfar Logi Hannesson Myndh: Marsibil G. Kristjánsdóttir Matti er söguleg saga um bernsku Matthíasar Jochumssonar frá Skógum í Þorskafirði er síðar varð klerkur og meira að segja skáld, þjóðskáld . 48 bls . Kómedíuleikhúsið KIL Muggur: saga af strák Höf: Elfar Logi Hannesson Myndh: Marsibil G. Kristjánsdóttir Muggur er söguleg saga um bernsku Guðmundar Thorsteinssonar myndlistarmanns, er kallaður var Muggur . 30 bls . Kómedíuleikhúsið IB Múminsnáðinn Höf: Tove Jansson Þýð: Jakob F. Ásgeirsson Slástu í för með Múmínsnáðanum þar sem hann leitar að dýrgripum með Snabba, siglir niður ána með Snúði og hlustar á Múmínpabba segja sögur af sjónum . Hver dagur er ævintýri í Múmíndal! Ljúf og heillandi saga á bók sem er í laginu eins og Múmínsnáðinn . 10 bls . Ugla B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 9GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa Barnabækur MYNDRÍK AR

x

Bókatíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.