Bókatíðindi - 01.11.2024, Page 10

Bókatíðindi - 01.11.2024, Page 10
IB Múmínsnáðinn og ævintýraferðin með Snúði Höf: Tove Jansson Þýð: Tinna Ásgeirsdóttir Vorið er komið í Múmíndal og Snúður ætlar að fara með Múmínsnáðann í ævintýraferð . Múmínsnáðanum líður eins og alvöru landkönnuður langt, langt í burtu, umvafinn ókunnum hljóðum og ilmi! En brátt kemst hann að því að stundum gerast mest spennandi ævintýrin í næsta nágrenni . . . 28 bls . Ugla IB Obbuló í Kósímó Vinirnir Höf: Kristín Helga Gunnarsdóttir og Halldór Baldursson Oddný Lóa Þorvarðardóttir býr í Kjóamóa þrjú hundruð og sjö . Hvaða krakki getur sagt það? Enginn . Obbuló á heima í Kósímó . Má skilja útundan? Hver er Nikólína? Er bannað að tala við ókunnuga? Spurningunum er svarað í þessari bók . 32 bls . Bjartur IB Paddington Sagan um litla björninn úr frumskógum Perú Höf: Michael Bond Þýð: Jakob F. Ásgeirsson Sögurnar um bangsann Paddington hafa skemmt börnum um allan heim í meira en sextíu ár . Í þessari bók er upprunalega sagan um litla skógarbjörninn úr frumskógum Perú í glæsilegri útgáfu, líflega myndskreytt . 32 bls . Ugla IB Sagan af Dimmalimm Höf: Guðmundur Thorsteinsson Fáar íslenskar bækur hafa notið viðlíka vinsælda og ævintýrið um litlu prinsessuna Dimmalimm . Guðmundur Thorsteinsson listmálari, Muggur, samdi það og málaði myndirnar árið 1921 handa lítilli íslenskri frænku sinni en sagan kom ekki út fyrr en árið 1942 . Sagan af Dimmalimm er meðal helstu gersema sem Muggur lét eftir sig . 29 bls . Forlagið - Vaka-Helgafell IB Skoðum múmínhúsið Þýð: Bjarni Guðmarsson Geturðu hjálpað múmínsnáðanum að leita að bandi í flugdrekann? Leiðin liggur um allt múmínhúsið, frá háalofti niður í kjallara, og kanna þarf öll herbergin, gá á bak við hurðir og inn í skápa . Hér er fjölmargt að skoða og finna! Bráðskemmtileg saga, kjörin fyrir alla unga múmínvini . 14 bls . Forlagið - Mál og menning IB Skrímslakisi Höf: Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güttler og Rakel Helmsdal Skrímslakisi er ógurlega sætur og mjúkur og litla skrímslið er alltaf með hann . Dag einn hverfur kisi og finnst hvergi . Litla skrímslið er miður sín . En af hverju er stóra skrímslið svona þögult? Áttunda bókin um litla og stóra skrímslið . Bækurnar hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál og hlotið margs konar verðlaun og viðurkenningar . 32 bls . Forlagið - Mál og menning IB Skrímslaveisla Höf: Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güttler og Rakel Helmsdal Skrímslaveisla er ellefta bókin um skrímslavinina en sögurnar um litla, stóra og loðna skrímslið hafa komið út á fjölda tungumála, hvarvetna vakið hrifningu og hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar . Hér halda skrímslin áfram að heilla börn og fullorðna og bjóða til veislu! 32 bls . Forlagið - Mál og menning IB Skrímsli sem bíta Höf: Huginn Þór Grétarsson Skrímslin munu reyna að bíta lesandann! Litlu, sætu táslurnar og fingurna . Eða syngja svo hræðilega að krakka mun verkja í eyrun! Varastu þessa bók því hún er uppfull af gasalega fyndnum skrímslum . Krakkar taka þátt í sögunni með því að setja hönd inn í brúðuna . Önnur brúðubók í sama bókaflokki er Nammitröllið . 16 bls . Óðinsauga útgáfa SVK Sokkalabbarnir Sóli fer á ströndina Höf: Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Bergrún Íris Sævarsdóttir Myndh: Bergrún Íris Sævarsdóttir Sóli og Sokkalabbarnir tína skeljar og borða nesti í fjöruferð . Þegar krabbi kemst í klandur reynir á þau að koma til bjargar . Í landi Sokkalabbanna búa tilfinningaríkir sokkar í ýmsum litum . Með þeim fá börn tækifæri til að skoða og reyna að skilja betur hinar ýmsu tilfinningar, hvort sem þær eru erfiðar, skrítnar eða skemmtilegar . 17 bls . Bókabeitan IB Sólon Sveitabærinn Höf: Íris Mist Magnúsdóttir Myndh: Eysteinn Þórðarson Skemmtileg bók með flipum . Ofurhetjan Sólon ferðast frá sólinni til jarðarinnar og hittir þar Bínu kanínu vinkonu sína . Þau dvelja saman á sveitabæ þar sem þau fá að vera í kringum dýrin og Sólon lærir ýmis bústörf . Lyftu flipunum og sjáðu hvaða ævintýrum vinirnir lenda í . Lestu um dýrin og sjáðu Sólon renna á rassinn í hestaskítnum! 20 bls . Sögur útgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa10 Barnabækur MYNDRÍK AR

x

Bókatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.