Bókatíðindi - 01.11.2024, Qupperneq 10

Bókatíðindi - 01.11.2024, Qupperneq 10
IB Múmínsnáðinn og ævintýraferðin með Snúði Höf: Tove Jansson Þýð: Tinna Ásgeirsdóttir Vorið er komið í Múmíndal og Snúður ætlar að fara með Múmínsnáðann í ævintýraferð . Múmínsnáðanum líður eins og alvöru landkönnuður langt, langt í burtu, umvafinn ókunnum hljóðum og ilmi! En brátt kemst hann að því að stundum gerast mest spennandi ævintýrin í næsta nágrenni . . . 28 bls . Ugla IB Obbuló í Kósímó Vinirnir Höf: Kristín Helga Gunnarsdóttir og Halldór Baldursson Oddný Lóa Þorvarðardóttir býr í Kjóamóa þrjú hundruð og sjö . Hvaða krakki getur sagt það? Enginn . Obbuló á heima í Kósímó . Má skilja útundan? Hver er Nikólína? Er bannað að tala við ókunnuga? Spurningunum er svarað í þessari bók . 32 bls . Bjartur IB Paddington Sagan um litla björninn úr frumskógum Perú Höf: Michael Bond Þýð: Jakob F. Ásgeirsson Sögurnar um bangsann Paddington hafa skemmt börnum um allan heim í meira en sextíu ár . Í þessari bók er upprunalega sagan um litla skógarbjörninn úr frumskógum Perú í glæsilegri útgáfu, líflega myndskreytt . 32 bls . Ugla IB Sagan af Dimmalimm Höf: Guðmundur Thorsteinsson Fáar íslenskar bækur hafa notið viðlíka vinsælda og ævintýrið um litlu prinsessuna Dimmalimm . Guðmundur Thorsteinsson listmálari, Muggur, samdi það og málaði myndirnar árið 1921 handa lítilli íslenskri frænku sinni en sagan kom ekki út fyrr en árið 1942 . Sagan af Dimmalimm er meðal helstu gersema sem Muggur lét eftir sig . 29 bls . Forlagið - Vaka-Helgafell IB Skoðum múmínhúsið Þýð: Bjarni Guðmarsson Geturðu hjálpað múmínsnáðanum að leita að bandi í flugdrekann? Leiðin liggur um allt múmínhúsið, frá háalofti niður í kjallara, og kanna þarf öll herbergin, gá á bak við hurðir og inn í skápa . Hér er fjölmargt að skoða og finna! Bráðskemmtileg saga, kjörin fyrir alla unga múmínvini . 14 bls . Forlagið - Mál og menning IB Skrímslakisi Höf: Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güttler og Rakel Helmsdal Skrímslakisi er ógurlega sætur og mjúkur og litla skrímslið er alltaf með hann . Dag einn hverfur kisi og finnst hvergi . Litla skrímslið er miður sín . En af hverju er stóra skrímslið svona þögult? Áttunda bókin um litla og stóra skrímslið . Bækurnar hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál og hlotið margs konar verðlaun og viðurkenningar . 32 bls . Forlagið - Mál og menning IB Skrímslaveisla Höf: Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güttler og Rakel Helmsdal Skrímslaveisla er ellefta bókin um skrímslavinina en sögurnar um litla, stóra og loðna skrímslið hafa komið út á fjölda tungumála, hvarvetna vakið hrifningu og hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar . Hér halda skrímslin áfram að heilla börn og fullorðna og bjóða til veislu! 32 bls . Forlagið - Mál og menning IB Skrímsli sem bíta Höf: Huginn Þór Grétarsson Skrímslin munu reyna að bíta lesandann! Litlu, sætu táslurnar og fingurna . Eða syngja svo hræðilega að krakka mun verkja í eyrun! Varastu þessa bók því hún er uppfull af gasalega fyndnum skrímslum . Krakkar taka þátt í sögunni með því að setja hönd inn í brúðuna . Önnur brúðubók í sama bókaflokki er Nammitröllið . 16 bls . Óðinsauga útgáfa SVK Sokkalabbarnir Sóli fer á ströndina Höf: Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Bergrún Íris Sævarsdóttir Myndh: Bergrún Íris Sævarsdóttir Sóli og Sokkalabbarnir tína skeljar og borða nesti í fjöruferð . Þegar krabbi kemst í klandur reynir á þau að koma til bjargar . Í landi Sokkalabbanna búa tilfinningaríkir sokkar í ýmsum litum . Með þeim fá börn tækifæri til að skoða og reyna að skilja betur hinar ýmsu tilfinningar, hvort sem þær eru erfiðar, skrítnar eða skemmtilegar . 17 bls . Bókabeitan IB Sólon Sveitabærinn Höf: Íris Mist Magnúsdóttir Myndh: Eysteinn Þórðarson Skemmtileg bók með flipum . Ofurhetjan Sólon ferðast frá sólinni til jarðarinnar og hittir þar Bínu kanínu vinkonu sína . Þau dvelja saman á sveitabæ þar sem þau fá að vera í kringum dýrin og Sólon lærir ýmis bústörf . Lyftu flipunum og sjáðu hvaða ævintýrum vinirnir lenda í . Lestu um dýrin og sjáðu Sólon renna á rassinn í hestaskítnum! 20 bls . Sögur útgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa10 Barnabækur MYNDRÍK AR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Bókatíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.